Skuldastaða sveitarfélaga ekki öfundsverð Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. desember 2009 18:30 Fjárhagsstaða Álftaness er grafalvarleg. Mynd/ Valgarður. Sveitarfélög söfnuðu skuldum af miklum móð í góðærinu og skuldastaða þeirra er ekki öfundsverð. Sjálfstæði þeirra er stjórnarskrárvarið, en frelsinu fylgir ábyrgð og nú er rekstur sumra sveitarfélaga kominn í ógöngur. Samgönguráðuneytið hefur frá árinu 2001 haft heimildir til að grípa í taumana, en látið hjá líða að gera slíkt. Ískyggileg staða sveitarfélagsins Álftaness, sem er komið í greiðsluþrot, hefur varpað fram spurningum um stöðu annarra sveitarfélaga, en eins og mörg fyrirtæki í landinu virðast sveitarfélögin hafa skuldsett sig fram úr hófi í góðærinu og sum þeirra eru í miklum vandræðum. Stærsta sveitarfélagið, Reykjavíkurborg, mun skulda 311 milljarða króna í lok þessa árs, samkvæmt samstæðureikningi sem fylgir fjárhagsáætlun fyrir árið 2010. Eru skuldir borgarinnar sem hlutfall af eigin fé og skuldum samtals alls sjötíu og fimm prósent. Hjá Reykjanesbæ er þessi upphæð 21 milljarður króna, og skuldir sem hlutfall af eigin fé og skuldum alls sjötíu prósent. Hjá hinu gjaldþrota sveitarfélagi Álftanesi er staðan þannig að eigið fé er neikvætt um 380 milljónir króna og hlutfall skulda 106 prósent. Eins og þessar myndir sýna, svo ekki verður um villst, er staða bæði Reykjavíkurborgar og Reykjanesbæjar langtum betri en Álftaness. Hafnarfjörður er ekki í jafn góðri stöðu, en þar er hlutfall skulda rúmlega 80 prósent. Í samantektinni er stuðst við skuldir samstæðureikninga viðkomandi sveitarfélaga samkvæmt fjárhagsáætlunum þeirra fyrir árið 2009. Í upphæðunum eru því skuldbindingar vegna dótturfélaga, en reynt hefur verið í fortíðinni, með misjöfnum árangri þó, að slá ryki í augu kjósenda með því að vísa einungis til skuldbindinga hluta sveitarfélaga þegar rætt hefur verið um skuldbindingar þeirra, án þess að taka skuldir dótturfélaga með í reikninginn. Ef við tökum sjálfstætt sveitarfélag á landsbyggðinni af handahófi má nefna stöðu Bolungarvíkurkaupsstaðar. Eins og sjá má er staða sveitarfélagsins svipuð og staða Álftaness og eigið fé uppurið. Sjálfstæði sveitarfélaga er tryggt í 78. gr stjórnarskrárinnar og jafnframt eru þeim tryggðir sjálfstæðir tekjustofnar í lögum. Með öðrum orðum, þau bera ábyrgð á sjálfum sér, ráða málefnum sínum sjálf og afskiptum ríkisvaldsins af rekstri þeirra því takmörkuð. Hins vegar er sérstök eftirlitsnefnd verið starfandi á grundvelli reglugerðar frá árinu 2001, en hlutverk hennar er m.a að vara sveitarfélag við ef fjárhagur þess stefnir í óefni og getur jafnvel ráðlagt ráðherra að stöðva greiðslur til sveitarfélags úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Þá má spyrja, hvar hefur þess nefnd hún verið á meðan sveitarfélög eins og Álftanes og Bolungarvík hafa skuldsett sig fram úr hófi? Þau svör fengust í samgönguráðuneytinu að heimildir nefndarinnar væru ekki nægilega skilvirkar og jafnframt að unnið væri að endurskoðun á lagaumhverfi sveitarfélaga. Ekki er öll sveitarfélög í vandræðum. Vestmannaeyjabæjar, Grindavík, Garður og Skagaströnd eru allt dæmi um sveitarfélög sem eiga sjóði umfram skuldir. Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Sveitarfélög söfnuðu skuldum af miklum móð í góðærinu og skuldastaða þeirra er ekki öfundsverð. Sjálfstæði þeirra er stjórnarskrárvarið, en frelsinu fylgir ábyrgð og nú er rekstur sumra sveitarfélaga kominn í ógöngur. Samgönguráðuneytið hefur frá árinu 2001 haft heimildir til að grípa í taumana, en látið hjá líða að gera slíkt. Ískyggileg staða sveitarfélagsins Álftaness, sem er komið í greiðsluþrot, hefur varpað fram spurningum um stöðu annarra sveitarfélaga, en eins og mörg fyrirtæki í landinu virðast sveitarfélögin hafa skuldsett sig fram úr hófi í góðærinu og sum þeirra eru í miklum vandræðum. Stærsta sveitarfélagið, Reykjavíkurborg, mun skulda 311 milljarða króna í lok þessa árs, samkvæmt samstæðureikningi sem fylgir fjárhagsáætlun fyrir árið 2010. Eru skuldir borgarinnar sem hlutfall af eigin fé og skuldum samtals alls sjötíu og fimm prósent. Hjá Reykjanesbæ er þessi upphæð 21 milljarður króna, og skuldir sem hlutfall af eigin fé og skuldum alls sjötíu prósent. Hjá hinu gjaldþrota sveitarfélagi Álftanesi er staðan þannig að eigið fé er neikvætt um 380 milljónir króna og hlutfall skulda 106 prósent. Eins og þessar myndir sýna, svo ekki verður um villst, er staða bæði Reykjavíkurborgar og Reykjanesbæjar langtum betri en Álftaness. Hafnarfjörður er ekki í jafn góðri stöðu, en þar er hlutfall skulda rúmlega 80 prósent. Í samantektinni er stuðst við skuldir samstæðureikninga viðkomandi sveitarfélaga samkvæmt fjárhagsáætlunum þeirra fyrir árið 2009. Í upphæðunum eru því skuldbindingar vegna dótturfélaga, en reynt hefur verið í fortíðinni, með misjöfnum árangri þó, að slá ryki í augu kjósenda með því að vísa einungis til skuldbindinga hluta sveitarfélaga þegar rætt hefur verið um skuldbindingar þeirra, án þess að taka skuldir dótturfélaga með í reikninginn. Ef við tökum sjálfstætt sveitarfélag á landsbyggðinni af handahófi má nefna stöðu Bolungarvíkurkaupsstaðar. Eins og sjá má er staða sveitarfélagsins svipuð og staða Álftaness og eigið fé uppurið. Sjálfstæði sveitarfélaga er tryggt í 78. gr stjórnarskrárinnar og jafnframt eru þeim tryggðir sjálfstæðir tekjustofnar í lögum. Með öðrum orðum, þau bera ábyrgð á sjálfum sér, ráða málefnum sínum sjálf og afskiptum ríkisvaldsins af rekstri þeirra því takmörkuð. Hins vegar er sérstök eftirlitsnefnd verið starfandi á grundvelli reglugerðar frá árinu 2001, en hlutverk hennar er m.a að vara sveitarfélag við ef fjárhagur þess stefnir í óefni og getur jafnvel ráðlagt ráðherra að stöðva greiðslur til sveitarfélags úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Þá má spyrja, hvar hefur þess nefnd hún verið á meðan sveitarfélög eins og Álftanes og Bolungarvík hafa skuldsett sig fram úr hófi? Þau svör fengust í samgönguráðuneytinu að heimildir nefndarinnar væru ekki nægilega skilvirkar og jafnframt að unnið væri að endurskoðun á lagaumhverfi sveitarfélaga. Ekki er öll sveitarfélög í vandræðum. Vestmannaeyjabæjar, Grindavík, Garður og Skagaströnd eru allt dæmi um sveitarfélög sem eiga sjóði umfram skuldir.
Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent