Viðskipti innlent

Samdráttur um öll Norðurlönd

Frá Danmörku.
Frá Danmörku.

Landsframleiðslutölur fyrir þriðja ársfjórðung hafa verið að birtast fyrir Norðurlöndin undanfarna daga og vikur. Í Morgunkorni Íslandsbanka eru þessar tölur teknar saman og sýna þær svo ekki verður um villst að öll þessi hagkerfi hafa verið að takast á við samdrátt og í mörgum tilfellum allverulegan samdrátt á þessu ári.

„Þannig birti danska hagstofan í gær landsframleiðslutölur sem sýndu 5,2% samdrátt danska hagkerfisins á þriðja ársfjórðungi þessa árs samanborið við sama ársfjórðung í fyrra á föstu verði. Hér á landi var 7,2% samdráttur á sama tímabili, en í Finnlandi var samdrátturinn 9,1%, í Svíþjóð 5,0% en minnstur var hann í Noregi," segir í Morgunkorninu og bent á að Ísland sé því ekki eitt á báti í þessari kreppu.

„OECD spáði því nýlega að samdrátturinn hér á landi í ár verði 7%. Til samanburðar spáði stofnunin því að samdrátturinn í Finnlandi yrði 6,9% í ár, 4,7% í Svíþjóð, 4,5% í Danmörk og 1,4% í Noregi. Ísland verður lengst í samdrættinum rætist spá stofnunarinnar en hún spáir því að hér verði 2% samdráttur á næsta ári á meðan hún reiknar með því að hagvöxtur verði í öllum hinna Norðurlandanna," segir að lokmum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×