Viðskipti innlent

Hafnfirðingar samþykktu fjárhagsáætlun

Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri.
Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri. MYND/E.Ól
Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar fyrir árið 2010 ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2011-2013 var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í gær. Í tilkynningu frá bænum segir að yfirskrift fjárhagsáætlunarinnar sé: Stöndum áfram vörð um velferð og grunnþjónustu.

„Þrátt fyrir að fyrirséður sé umtalsverður samdráttur í tekjum bæjarsjóðs samhliða auknum útgjöldum vegna fjölskyldu- og velferðarmála, verður áfram lögð megináhersla á að ná fram hagræðingu og sparnaði í rekstri, stjórnsýslu og framkvæmdum án þess að skerða grunnþjónustu og velferð," segir í tilkynningu frá bænum.

Þar kemur fram að framlög til velferðarmála munu aukast meðal annars með hækkun framfærslustyrkja. Almenn þjónustugjöld sem tengjast grunn- og leikskóla verða óbreytt fram að nýju skólaári og kynntar hafa verið tillögur um aukinn afslátt af fasteignagjöldum til ellilífeyrisþega og öryrkja. „Hagræðingu í rekstri verður meðal annars náð með auknu aðhaldi, nýjum þjónustuútboðum, markvissri stýringu í rekstri fasteigna, lækkun launakostnaðar og öðrum aðgerðum án þess að grunnþjónusta verði skert né gæði almennrar þjónustu við bæjarbúa."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×