Viðskipti innlent

Atorka greiðir ekki

Atorka greiddi ekki af skuldabréfaflokki sem var á gjalddaga í gær 12. maí að því er segir í tilkynningu frá félaginu.

Þar segir ennfremur að eins og fram kom í fréttatilkynningu frá Atorku þann 7. maí sl. hefur félagið ráðið í vinnu PricewaterhouseCoopers í Danmörku til að vinna að heildstæðu mati á virði eignarsafns Atorku og líklegri þróun á eignum félagsins til lengri tíma litið. Ráðgert er að vinnan taki 3-4 vikur og verði lokið í enda maímánaðar.

Í kjölfarið mun Atorka kynna hugmyndir að fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×