Yfirtaka sjálfstæðismanna á Álftanesi Kristján Sveinbjörnsson skrifar 24. október 2009 06:00 Nú hefur sjálfstæðisfélagið á Álftanesi komist til valda á ný. Því er ekki úr vegi að líta um öxl og skoða hvernig sú niðurstaða fékkst. Svo virðist sem D-listinn hafi þurft nokkra mánuði til að kyngja þeirri staðreynd að flokkurinn hafi virkilega tapað kosningunum 2006. Á haustdögum fór hefndarþorstinn að leita sér útrásar. Mér er þó stórlega til efs að það heiðvirða sjálfstæðisfólk sem býr á Álftanesi sé beinlínis stolt af framgöngu sinna manna í baráttunni fyrir endurheimt fyrri valda. Meðulin koma þó fáum á óvart sem fylgst hafa með valdabrölti þeirra síðustu áratugi. Hatröm rægingarherferð hefur staðið linnulaust í prent- og ljósvakamiðlum frá árslokum 2006. Vogar, málgagn Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, sá t.d. tvisvar ástæðu til að leggja blað sitt undir æsifréttir af álftneskum bæjarmálum. Þá hefur Fréttablaðið sl. 3 ár birt á fjórða tug einhliða greina sem sami blaðamaður hefur iðulega kvittað upp á. Áhangendur D-listans hafa nýtt sér nýja tölvutækni, haldið hefur verið úti þremur bloggsíðum sem hafa það hlutverk að níða niður sveitarfélagið, stjórnsýsluna og fólkið sem þar starfar í umboði kjósenda. Áhangendur D-listans hafa staðið fyrir tug stjórnsýslukæra og málaferla á hendur stjórnsýslu Álftaness. Fyrrverandi bæjarstjóri var formlega sakaður um þjófnað, fals og fjölmörg önnur afbrot. Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar var sakaður um valdníðslu og yfirgang. Endurskoðandi, arkitektar og lögmenn bæjarins voru opinberlega sakaðir um mútur og annan ósiðlegan gerning. Embættismönnum bæjarins var hótað. Ráðist var að þjónustuverktökum, þeir vændir um óeðlileg vinnubrögð, klíkuskap og spillingu. Alvarlegustu ásakanir hafa ýmist farið í úrskurð eða fyrir dómstóla. Niðurstaðan er jafnan sú sama, að ekkert sé hæft í þessum áburði. Nú síðast var fv. bæjarstjóra hótað brottrekstri með lögregluvaldi auk þess sem bæjarfulltrúar D-listans reyndu að stöðva verktaka í vinnu með aðstoð lögreglu. Þessi ótrúlega heiftúð hefur stórskaðað ímynd sveitarfélagsins. Álftnesingar allir hafa þurft að líða fyrir þeirra framferði. Nú hefur takmarkinu lokins verið náð, vígi Á-listans er fallið. Það var veikasti hlekkurinn sem gaf sig. Frami Margrétar Jónsdóttur bæjarfulltrúa varð skjótur og auðfenginn. Hún vermdi 2. sæti Á-listans í skjóli Framsóknarflokksins. Reynslulaus í sveitarstjórnarmálum sóttist hún eftir embætti formanns bæjarráðs ásamt ýmsum nefndarstörfum. Þau 3 ár sem Margrét hefur gegnt einu veigamesta embætti bæjarins minnist ég þess ekki að hún hafi samið eða beitt sér sérstaklega fyrir nokkurri tillögu nema hvað varðar kosningu fulltrúa í nefndir og stjórnir. Lengi hefur verið ljóst að stöðugur áróðurinn hlaut hjómgrunn hjá henni, hún tók að efast um fólkið sem hún var kosin til að starfa með. Ekki var um málefnaágreining að ræða, aðeins persónulega dóma um samstarfsfólkið. Málflutningur Margrétar varð æ mótsagnakenndari, í lokin stóð hún ekki við nýundirritað samkomulag um samstarf. Í kjölfarið komu þjóðstjórnardraumar, á meðan var sveitarfélaginu haldið í herkví svo vikum skipti. Að sögn vildi hún svo kanna hvað væri í boði hjá D-listanum og í lok september gekk hún til samstarfs við hann. Niðurstöðuna, um aukin völd og áhrif fyrir sig og sína fjölskyldu, má sjá á nefnda- og stjórnarlista sveitarfélagsins. Höfuðvandi stjórnsýslunnar hefur kristallast í sívaxandi áráttu D-listans til að rægja og níða mótherjana niður og berjast hatramlega gegn öllum helstu hagsmunamálum samfélagsins. Málstað sínum til framdráttar hafa þau reynt að stöðva uppbyggingu á miðsvæðinu, sundlaugarbygginguna og lagfæringu Álftanesvegarins auk fjölda annarra brýnna verkefna. Með oddi og egg hafa þau þó barist fyrir aðalmáli sínu, að byggja megi einbýlishús í fjöruborði Skógtjarnarinnar. Síðan Margrét Jónsdóttir söðlaði um og D-listinn komst til valda hefur stjórnsýslan verið lömuð. Erindi Prima Care um byggingu sjúkrahótels fyrir yfir 15 milljarða var haldið leyndu fyrir bæjarfulltrúum. Þar fóru stórkostlegir möguleikar forgörðum, þrátt fyrir að Álftanes búi að glæsilegu skipulagi sem er nær klæðskerasniðið að hugmyndinni. Eitt stærsta hagsmunamál sveitarfélagsins, vinna við leiðréttingu framlaga úr Jöfnunarsjóði vegna skólans, hefur stöðvast. Stjórnsýslan sá sér ekki fært að senda fulltrúa á ársfund sjóðsins. Hvað stendur eiginlega eftir af yfirlýsingum um að markmið þessa nýja „starfhæfa meirihluta" sé að koma stjórnsýslu og fjármálum sveitarfélagsins í lag? Eitt er víst að gereyðingarstefna bæjarfulltrúa D-listans er ekki það sem Álftnesingar þurfa helst um þessar mundir, nóg er kreppan samt. Höfundur er bæjarfulltrúi Á-lista. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Nú hefur sjálfstæðisfélagið á Álftanesi komist til valda á ný. Því er ekki úr vegi að líta um öxl og skoða hvernig sú niðurstaða fékkst. Svo virðist sem D-listinn hafi þurft nokkra mánuði til að kyngja þeirri staðreynd að flokkurinn hafi virkilega tapað kosningunum 2006. Á haustdögum fór hefndarþorstinn að leita sér útrásar. Mér er þó stórlega til efs að það heiðvirða sjálfstæðisfólk sem býr á Álftanesi sé beinlínis stolt af framgöngu sinna manna í baráttunni fyrir endurheimt fyrri valda. Meðulin koma þó fáum á óvart sem fylgst hafa með valdabrölti þeirra síðustu áratugi. Hatröm rægingarherferð hefur staðið linnulaust í prent- og ljósvakamiðlum frá árslokum 2006. Vogar, málgagn Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, sá t.d. tvisvar ástæðu til að leggja blað sitt undir æsifréttir af álftneskum bæjarmálum. Þá hefur Fréttablaðið sl. 3 ár birt á fjórða tug einhliða greina sem sami blaðamaður hefur iðulega kvittað upp á. Áhangendur D-listans hafa nýtt sér nýja tölvutækni, haldið hefur verið úti þremur bloggsíðum sem hafa það hlutverk að níða niður sveitarfélagið, stjórnsýsluna og fólkið sem þar starfar í umboði kjósenda. Áhangendur D-listans hafa staðið fyrir tug stjórnsýslukæra og málaferla á hendur stjórnsýslu Álftaness. Fyrrverandi bæjarstjóri var formlega sakaður um þjófnað, fals og fjölmörg önnur afbrot. Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar var sakaður um valdníðslu og yfirgang. Endurskoðandi, arkitektar og lögmenn bæjarins voru opinberlega sakaðir um mútur og annan ósiðlegan gerning. Embættismönnum bæjarins var hótað. Ráðist var að þjónustuverktökum, þeir vændir um óeðlileg vinnubrögð, klíkuskap og spillingu. Alvarlegustu ásakanir hafa ýmist farið í úrskurð eða fyrir dómstóla. Niðurstaðan er jafnan sú sama, að ekkert sé hæft í þessum áburði. Nú síðast var fv. bæjarstjóra hótað brottrekstri með lögregluvaldi auk þess sem bæjarfulltrúar D-listans reyndu að stöðva verktaka í vinnu með aðstoð lögreglu. Þessi ótrúlega heiftúð hefur stórskaðað ímynd sveitarfélagsins. Álftnesingar allir hafa þurft að líða fyrir þeirra framferði. Nú hefur takmarkinu lokins verið náð, vígi Á-listans er fallið. Það var veikasti hlekkurinn sem gaf sig. Frami Margrétar Jónsdóttur bæjarfulltrúa varð skjótur og auðfenginn. Hún vermdi 2. sæti Á-listans í skjóli Framsóknarflokksins. Reynslulaus í sveitarstjórnarmálum sóttist hún eftir embætti formanns bæjarráðs ásamt ýmsum nefndarstörfum. Þau 3 ár sem Margrét hefur gegnt einu veigamesta embætti bæjarins minnist ég þess ekki að hún hafi samið eða beitt sér sérstaklega fyrir nokkurri tillögu nema hvað varðar kosningu fulltrúa í nefndir og stjórnir. Lengi hefur verið ljóst að stöðugur áróðurinn hlaut hjómgrunn hjá henni, hún tók að efast um fólkið sem hún var kosin til að starfa með. Ekki var um málefnaágreining að ræða, aðeins persónulega dóma um samstarfsfólkið. Málflutningur Margrétar varð æ mótsagnakenndari, í lokin stóð hún ekki við nýundirritað samkomulag um samstarf. Í kjölfarið komu þjóðstjórnardraumar, á meðan var sveitarfélaginu haldið í herkví svo vikum skipti. Að sögn vildi hún svo kanna hvað væri í boði hjá D-listanum og í lok september gekk hún til samstarfs við hann. Niðurstöðuna, um aukin völd og áhrif fyrir sig og sína fjölskyldu, má sjá á nefnda- og stjórnarlista sveitarfélagsins. Höfuðvandi stjórnsýslunnar hefur kristallast í sívaxandi áráttu D-listans til að rægja og níða mótherjana niður og berjast hatramlega gegn öllum helstu hagsmunamálum samfélagsins. Málstað sínum til framdráttar hafa þau reynt að stöðva uppbyggingu á miðsvæðinu, sundlaugarbygginguna og lagfæringu Álftanesvegarins auk fjölda annarra brýnna verkefna. Með oddi og egg hafa þau þó barist fyrir aðalmáli sínu, að byggja megi einbýlishús í fjöruborði Skógtjarnarinnar. Síðan Margrét Jónsdóttir söðlaði um og D-listinn komst til valda hefur stjórnsýslan verið lömuð. Erindi Prima Care um byggingu sjúkrahótels fyrir yfir 15 milljarða var haldið leyndu fyrir bæjarfulltrúum. Þar fóru stórkostlegir möguleikar forgörðum, þrátt fyrir að Álftanes búi að glæsilegu skipulagi sem er nær klæðskerasniðið að hugmyndinni. Eitt stærsta hagsmunamál sveitarfélagsins, vinna við leiðréttingu framlaga úr Jöfnunarsjóði vegna skólans, hefur stöðvast. Stjórnsýslan sá sér ekki fært að senda fulltrúa á ársfund sjóðsins. Hvað stendur eiginlega eftir af yfirlýsingum um að markmið þessa nýja „starfhæfa meirihluta" sé að koma stjórnsýslu og fjármálum sveitarfélagsins í lag? Eitt er víst að gereyðingarstefna bæjarfulltrúa D-listans er ekki það sem Álftnesingar þurfa helst um þessar mundir, nóg er kreppan samt. Höfundur er bæjarfulltrúi Á-lista.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar