Íþyngja stjórnvöld handhöfum aukinna ökuréttinda? Jón Halldór Guðmundsson skrifar 24. október 2009 06:00 Á liðnu sumri hefur enn eitt metið verið slegið í fjölda erlendra ferðamanna til Íslands, hvort sem er fljúgandi eða í ört fjölgandi komum skemmtiferðaskipa. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra ferðamanna sem koma til landsins ferðast með hópferðabifreiðum. Ört fjölgandi ferðamenn kalla á fjölgun í hópbifreiðaflotanum, sem kallar á umtalsverða endurnýjun þeirra sem hafa réttindi til að aka slíkum ökutækjum. Á undanförnum árum hefur nám til aukinna ökuréttinda hækkað gríðarlega mikið, sem verður til þess að einstaklingar leggja ekki út í þann kostnað að afla sér þessara réttinda til þess eins að sinna akstri slíkra ökutækja í aukavinnu eins og tíðkast hefur í áratugi. En eins og allir vita er mesti annatími ferðamannaiðnaðarins yfir hásumarið, sem hefur það í för með sér að gríðarlegur fjöldi hlutastarfa skapast í kringum þennan iðnað. Mikið er um að háskólastúdentar sæki í þessi störf ásamt öðrum sem nýta sumarfríið sitt til að afla auka tekna. Hluta þessarar hækkunar má rekja til þess að hið opinbera hefur lagt auknar álögur á ýmsa hluta námsins með því að innleiða blindandi tilskipanir frá Evrópusambandinu án þess að nýta sér þær undanþágur sem er að finna í tilskipununum sjálfum. Á síðustu misserum hafa stjórnvöld talað fögrum orðum um fjölgun ferðamanna og að ferðamannaiðnaðurinn muni skila auknum gjaldeyristekjum í ríkissjóð. Með setningu reglugerðar nr. 760/2006 um breytingu á reglugerð nr. 501/1997 um ökuskírteini eru stjórnvöld að innleiða enn eina tilskipunina frá Evrópusambandinu þar sem kveðið er á um grunnþjálfun og reglubundna þjálfun ökumanna tiltekinna ökutækja til vöru- eða farþegaflutninga. Í þessari tilskipun er kveðið á um að þeir sem hafi gild ökuréttindi í flokki D til D1 (farþegaflutninga) og C til C1 (vöruflutninga) þurfi að sækja endurmenntun sem fer fram á 35 stunda námskeiði á fimm ára fresti til að viðhalda atvinnuréttindum sínum. Endurmenntun þessi skal fara fram á vegum ökuskóla sem hefur starfsleyfi til að annast slíka endurmenntun. Í 11. lið inngangs tilskipunarinnar er kveðið á um „að þessi tilskipun skuli ekki hafa áhrif á réttindi ökumanns sem er handhafi ökuskírteinis, sem er nauðsynlegt til að stunda akstursstarfsemi, fyrir þann dag sem mælt er fyrir um til að fá starfshæfisvottorð sem vottar grunnþjálfun hans eða reglubundna þjálfun“. Í öllum hópferða- og vöruflutningabifreiðum eru ökuritar og eru þeir allra nýjustu þannig að viðkomandi ökumaður þarf sérstakt ökuritakort með innbyggðum örgjörva sem ber að endurnýja á fimm ára fresti. Hingað til hafa aukin ökuréttindi gilt í tíu ár en árið 2013 verður sú breyting á að gildistími þeirra verður styttur til samræmis við gildistíma ökuritakortsins og endurmenntunarinnar. Allt þetta hefur í för með sér umtalsverð útgjöld fyrir handhafa slíkra réttinda, sem verður til þess að þeir sem stundað hafa slíka aukavinnu munu hverfa frá þar sem sá kostnaður sem viðkomandi þarf að leggja út í til að viðhalda atvinnuréttindum er slíkur að enginn ávinningur er lengur til staðar. Er það ætlun samgönguráðherra að drepa þessar stéttir eða ætlar hann að beita sér fyrir breytingum sem stuðla að eðlilegri endurnýjun í þessum starfsstéttum? Höfundur er viðskiptalögfræðingur og með M.A. í skattarétti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Á liðnu sumri hefur enn eitt metið verið slegið í fjölda erlendra ferðamanna til Íslands, hvort sem er fljúgandi eða í ört fjölgandi komum skemmtiferðaskipa. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra ferðamanna sem koma til landsins ferðast með hópferðabifreiðum. Ört fjölgandi ferðamenn kalla á fjölgun í hópbifreiðaflotanum, sem kallar á umtalsverða endurnýjun þeirra sem hafa réttindi til að aka slíkum ökutækjum. Á undanförnum árum hefur nám til aukinna ökuréttinda hækkað gríðarlega mikið, sem verður til þess að einstaklingar leggja ekki út í þann kostnað að afla sér þessara réttinda til þess eins að sinna akstri slíkra ökutækja í aukavinnu eins og tíðkast hefur í áratugi. En eins og allir vita er mesti annatími ferðamannaiðnaðarins yfir hásumarið, sem hefur það í för með sér að gríðarlegur fjöldi hlutastarfa skapast í kringum þennan iðnað. Mikið er um að háskólastúdentar sæki í þessi störf ásamt öðrum sem nýta sumarfríið sitt til að afla auka tekna. Hluta þessarar hækkunar má rekja til þess að hið opinbera hefur lagt auknar álögur á ýmsa hluta námsins með því að innleiða blindandi tilskipanir frá Evrópusambandinu án þess að nýta sér þær undanþágur sem er að finna í tilskipununum sjálfum. Á síðustu misserum hafa stjórnvöld talað fögrum orðum um fjölgun ferðamanna og að ferðamannaiðnaðurinn muni skila auknum gjaldeyristekjum í ríkissjóð. Með setningu reglugerðar nr. 760/2006 um breytingu á reglugerð nr. 501/1997 um ökuskírteini eru stjórnvöld að innleiða enn eina tilskipunina frá Evrópusambandinu þar sem kveðið er á um grunnþjálfun og reglubundna þjálfun ökumanna tiltekinna ökutækja til vöru- eða farþegaflutninga. Í þessari tilskipun er kveðið á um að þeir sem hafi gild ökuréttindi í flokki D til D1 (farþegaflutninga) og C til C1 (vöruflutninga) þurfi að sækja endurmenntun sem fer fram á 35 stunda námskeiði á fimm ára fresti til að viðhalda atvinnuréttindum sínum. Endurmenntun þessi skal fara fram á vegum ökuskóla sem hefur starfsleyfi til að annast slíka endurmenntun. Í 11. lið inngangs tilskipunarinnar er kveðið á um „að þessi tilskipun skuli ekki hafa áhrif á réttindi ökumanns sem er handhafi ökuskírteinis, sem er nauðsynlegt til að stunda akstursstarfsemi, fyrir þann dag sem mælt er fyrir um til að fá starfshæfisvottorð sem vottar grunnþjálfun hans eða reglubundna þjálfun“. Í öllum hópferða- og vöruflutningabifreiðum eru ökuritar og eru þeir allra nýjustu þannig að viðkomandi ökumaður þarf sérstakt ökuritakort með innbyggðum örgjörva sem ber að endurnýja á fimm ára fresti. Hingað til hafa aukin ökuréttindi gilt í tíu ár en árið 2013 verður sú breyting á að gildistími þeirra verður styttur til samræmis við gildistíma ökuritakortsins og endurmenntunarinnar. Allt þetta hefur í för með sér umtalsverð útgjöld fyrir handhafa slíkra réttinda, sem verður til þess að þeir sem stundað hafa slíka aukavinnu munu hverfa frá þar sem sá kostnaður sem viðkomandi þarf að leggja út í til að viðhalda atvinnuréttindum er slíkur að enginn ávinningur er lengur til staðar. Er það ætlun samgönguráðherra að drepa þessar stéttir eða ætlar hann að beita sér fyrir breytingum sem stuðla að eðlilegri endurnýjun í þessum starfsstéttum? Höfundur er viðskiptalögfræðingur og með M.A. í skattarétti.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun