Stofna nýja banka 9. febrúar 2009 06:00 Már Wolfgang Mixa skrifar um bankastarfsemi Núverandi staða íslensks og alþjóðlegs fjármálalífs er í hnotskurn þessi: 1. Bankar eru um allan heim gjaldþrota. 2. Lækkandi húsnæðisverð leiðir til þess að ekki verður lengur hægt að fjármagna neyslu með lánum gegn veði í húsum. 3. Flestir einblína á að greiða niður skuldir og spara meira. Slíkt er gott fyrir einstaklinga og að hóflegu marki fyrir efnahagslífið í heild til lengri tíma. 4. Til skemmri tíma dregur þetta til enn frekari samdráttar. 5. Ofangreindir liðir koma til með að viðhalda aukningu atvinnuleysis næstu misseri. Eins og tíðrætt er orðið er svipar ástandinu mikið til kreppunnar miklu. Þó svo að hlutabréfavísitölur hafi ekki (enn) fallið jafn mikið og þær gerðu á fyrstu 3 árum fjórða áratugarins þá hefur gengi hlutabréfa margra af stærstu fjármálafyrirtækja heims fallið um meira en 90% og líkt og á Íslandi hafa sum þeirra jafnvel orðið verðlaus. Annað sambærilegt í kreppunni miklu og ástandsins í dag er að margir sparifjáreigendur sem þá lögðu fé inn á bankabók lentu í þeirri stöðu að sparifé þeirra hvarf með falli bankanna. Eini munurinn hérlendis er að örugg höfn var í mörgum tilfellum skilgreind sem peningamarkaðssjóðir. Í kjölfar fjölda bankaþrota í kreppunni miklu voru ýmis lög sett til að hindra að leikurinn endurtæki sig. Fjármálastofnanir, sem margar hverjar höfðu notað fé frá innstæðueigendum til að veðja í stórum stíl á hlutabréfamarkaðinn, voru settar skorður varðandi starfsemi sína og var þeim gert að einbeita sér annaðhvort að fjárfestingarstarfsemi eða inn- og útlánastarfsemi. Auk þess var innstæðutryggingarkerfi komið á fót til að byggja traust almennings á innstæðu sinni í bönkum á nýjan leik. Þessi aðskilnaður hélst til ársins 1999. Afnám þessa aðskilnaðar er stór ástæða þess vanda sem fjármálakerfið glímir við í dag. Eftir hjöðnun netbólunnar voru sett ýmsar reglur varðandi eftirlit á fjármálafyrirtækjum með það í huga að tryggja hag viðskiptavina varðandi fjárfestingar og að hafa taumhald á áhættusækni fjármálastofnanna. Þessar reglugerðir eru hins vegar í mörgum tilfellum meingallaðar, styðjast oft um of við tölfræðilegar upplýsingar og er í mörgum tilfellum auðvelt að sniðganga. Hugsanleg skýring er að litið hafi verið á að þær hafi tekið tillit til allra grundvallaratriða varðandi áhættustýringu, sem nánast er ómögulegt með regluverki í flóknum og samtvinnuðum heimi fjármálageirans. Ákveðinn tímamót eiga sér í dag, tímamót þar sem að þeir sem eru fremstir og bestir í að aðlaga sig að nýjum aðstæðum verða leiðandi í „nýrri" framtíð sem byggist á trausti. Rökrétt framhald er því að grundvallarspurningar verði bornar upp um fjármálakerfið í heild, ekki aðeins hérlendis heldur einnig á alþjóðavísu. Einstaklingsþjónusta Gera má sterklega ráð fyrir því að skil verði sett á nýjan leik settur á milli fjárfestingabanka og hefðbundinna innlánsstofnanna. Hvað einstaklingsþjónustu og lán til smærri fyrirtækja varðar felst sérhæfing að mestu í að skilgreina áhættuálag viðskiptavina og yfirfara einfaldar viðskiptaáætlanir. Slík inn- og útlánaþjónusta gæti hæglega verið sinnt hér af aðeins 2 stofnunum og lægi beint við að sameinaður ríkisbanki og sparisjóðir sæu um þá þjónustu. Þó svo að mögulegt sé að viðhalda verðbréfastarfsemi innan slíkra stofnana þá hljóta tækifæri nú að vera til staðar við að stofna sérhæfð eigna- og sjóðastýringafyrirtæki. Mörg slík fyrirtæki eru í Bandaríkjunum enda er þeirra eini hagur að hámarka ávöxtun viðskiptavina sinna. Fyrirtækja-bankar Til að auka gegnsæi og traust almennings gagnvart bönkum er rétt að athuga hvort að hagkvæmt væri að taka stærstu útlánin til hliðar og mynda í kringum þau sér einingar. Þau stóru útlán sem nú þegar eru til staðar verða í mörgum tilfellum endurskipulögð (nokkrir endurreisnarsjóðir eru nú þegar í bígerð). Önnur ný lán verða aftur á móti ekki fjármögnuð á sömu nótum og áður. Breytingarnar verða í nokkrum atriðum: • Fjármögnun verður ekki byggð á innlánum - ótraust leið sem fellur um sjálfa sig um leið og vantraust á stöðu fjármálastofnunar kemur fram, hugsanlega einmitt þegar að mest áríðandi er að halda fjármagni innanhúss. • Fjármögnun verður ekki með skammtímalánum - ein af helstu ástæðum núverandi vandræða er að skammtímafjármögnun var notuð til langtímafjármögnunar í trausti þess að skammtímamarkaðurinn héldist skilvirkur en er nú stopp. • Lánaflokkar verða skilvirkari - mismunandi ávöxtunarkröfur verða gerðar til mismunandi „tegunda" útlána, sem er ef til vill ekkert nýtt, en lánaverkefni verða betur aðskilin. Þetta leiðir til þess að nokkurs konar stofnunnar fyrirtækja-banka. Verkefni verða skilgreind miðað við áhættu og ávöxtunarkröfu. Í stað þess að lagður sé peningur í banka og því illa skilgreind verkefni, nokkurs konar hrærigraut frá sjónarhorni lánveitenda, þá er fjármagni beint í ákveðin verkefni til ákveðins tíma. Þessi uppsetning gæti skapað trausti á íslensku fjármálalífi og virkjað þá þekkingu sem hér hefur skapast með skilvirkum leiðum á nýjan leik. Höfundur er fjármálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Már Wolfgang Mixa Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Vísindi, hugvit og seigla – hugsum stórt og svo stærra! Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Már Wolfgang Mixa skrifar um bankastarfsemi Núverandi staða íslensks og alþjóðlegs fjármálalífs er í hnotskurn þessi: 1. Bankar eru um allan heim gjaldþrota. 2. Lækkandi húsnæðisverð leiðir til þess að ekki verður lengur hægt að fjármagna neyslu með lánum gegn veði í húsum. 3. Flestir einblína á að greiða niður skuldir og spara meira. Slíkt er gott fyrir einstaklinga og að hóflegu marki fyrir efnahagslífið í heild til lengri tíma. 4. Til skemmri tíma dregur þetta til enn frekari samdráttar. 5. Ofangreindir liðir koma til með að viðhalda aukningu atvinnuleysis næstu misseri. Eins og tíðrætt er orðið er svipar ástandinu mikið til kreppunnar miklu. Þó svo að hlutabréfavísitölur hafi ekki (enn) fallið jafn mikið og þær gerðu á fyrstu 3 árum fjórða áratugarins þá hefur gengi hlutabréfa margra af stærstu fjármálafyrirtækja heims fallið um meira en 90% og líkt og á Íslandi hafa sum þeirra jafnvel orðið verðlaus. Annað sambærilegt í kreppunni miklu og ástandsins í dag er að margir sparifjáreigendur sem þá lögðu fé inn á bankabók lentu í þeirri stöðu að sparifé þeirra hvarf með falli bankanna. Eini munurinn hérlendis er að örugg höfn var í mörgum tilfellum skilgreind sem peningamarkaðssjóðir. Í kjölfar fjölda bankaþrota í kreppunni miklu voru ýmis lög sett til að hindra að leikurinn endurtæki sig. Fjármálastofnanir, sem margar hverjar höfðu notað fé frá innstæðueigendum til að veðja í stórum stíl á hlutabréfamarkaðinn, voru settar skorður varðandi starfsemi sína og var þeim gert að einbeita sér annaðhvort að fjárfestingarstarfsemi eða inn- og útlánastarfsemi. Auk þess var innstæðutryggingarkerfi komið á fót til að byggja traust almennings á innstæðu sinni í bönkum á nýjan leik. Þessi aðskilnaður hélst til ársins 1999. Afnám þessa aðskilnaðar er stór ástæða þess vanda sem fjármálakerfið glímir við í dag. Eftir hjöðnun netbólunnar voru sett ýmsar reglur varðandi eftirlit á fjármálafyrirtækjum með það í huga að tryggja hag viðskiptavina varðandi fjárfestingar og að hafa taumhald á áhættusækni fjármálastofnanna. Þessar reglugerðir eru hins vegar í mörgum tilfellum meingallaðar, styðjast oft um of við tölfræðilegar upplýsingar og er í mörgum tilfellum auðvelt að sniðganga. Hugsanleg skýring er að litið hafi verið á að þær hafi tekið tillit til allra grundvallaratriða varðandi áhættustýringu, sem nánast er ómögulegt með regluverki í flóknum og samtvinnuðum heimi fjármálageirans. Ákveðinn tímamót eiga sér í dag, tímamót þar sem að þeir sem eru fremstir og bestir í að aðlaga sig að nýjum aðstæðum verða leiðandi í „nýrri" framtíð sem byggist á trausti. Rökrétt framhald er því að grundvallarspurningar verði bornar upp um fjármálakerfið í heild, ekki aðeins hérlendis heldur einnig á alþjóðavísu. Einstaklingsþjónusta Gera má sterklega ráð fyrir því að skil verði sett á nýjan leik settur á milli fjárfestingabanka og hefðbundinna innlánsstofnanna. Hvað einstaklingsþjónustu og lán til smærri fyrirtækja varðar felst sérhæfing að mestu í að skilgreina áhættuálag viðskiptavina og yfirfara einfaldar viðskiptaáætlanir. Slík inn- og útlánaþjónusta gæti hæglega verið sinnt hér af aðeins 2 stofnunum og lægi beint við að sameinaður ríkisbanki og sparisjóðir sæu um þá þjónustu. Þó svo að mögulegt sé að viðhalda verðbréfastarfsemi innan slíkra stofnana þá hljóta tækifæri nú að vera til staðar við að stofna sérhæfð eigna- og sjóðastýringafyrirtæki. Mörg slík fyrirtæki eru í Bandaríkjunum enda er þeirra eini hagur að hámarka ávöxtun viðskiptavina sinna. Fyrirtækja-bankar Til að auka gegnsæi og traust almennings gagnvart bönkum er rétt að athuga hvort að hagkvæmt væri að taka stærstu útlánin til hliðar og mynda í kringum þau sér einingar. Þau stóru útlán sem nú þegar eru til staðar verða í mörgum tilfellum endurskipulögð (nokkrir endurreisnarsjóðir eru nú þegar í bígerð). Önnur ný lán verða aftur á móti ekki fjármögnuð á sömu nótum og áður. Breytingarnar verða í nokkrum atriðum: • Fjármögnun verður ekki byggð á innlánum - ótraust leið sem fellur um sjálfa sig um leið og vantraust á stöðu fjármálastofnunar kemur fram, hugsanlega einmitt þegar að mest áríðandi er að halda fjármagni innanhúss. • Fjármögnun verður ekki með skammtímalánum - ein af helstu ástæðum núverandi vandræða er að skammtímafjármögnun var notuð til langtímafjármögnunar í trausti þess að skammtímamarkaðurinn héldist skilvirkur en er nú stopp. • Lánaflokkar verða skilvirkari - mismunandi ávöxtunarkröfur verða gerðar til mismunandi „tegunda" útlána, sem er ef til vill ekkert nýtt, en lánaverkefni verða betur aðskilin. Þetta leiðir til þess að nokkurs konar stofnunnar fyrirtækja-banka. Verkefni verða skilgreind miðað við áhættu og ávöxtunarkröfu. Í stað þess að lagður sé peningur í banka og því illa skilgreind verkefni, nokkurs konar hrærigraut frá sjónarhorni lánveitenda, þá er fjármagni beint í ákveðin verkefni til ákveðins tíma. Þessi uppsetning gæti skapað trausti á íslensku fjármálalífi og virkjað þá þekkingu sem hér hefur skapast með skilvirkum leiðum á nýjan leik. Höfundur er fjármálafræðingur.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun