Handbolti

Alfreð þjálfari ársins í Þýskalandi

Nordic Photos/Getty Images

Alfreð Gíslason hefur verið útnefndur þjálfari ársins í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í annað sinn á ferlinum.

Alfreð hefur náð frábærum árangri með Kiel í vetur og hefur liðið þegar tryggt sér meistaraititlinn. Liðið hefur unnið 30 af 32 deildarleikjum, gert eitt jafntefli og tapað einum.

Þetta er í annað sinn sem Alfreð er kjörinn þjálfari ársins, en hann varð einnig fyrir valinu árið 2001 þegar hann stýrði Magdeburg.

Markvörðurinn Thierry Omeyer hjá Kiel var kjörinn leikmaður tímabilsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×