Viðskipti innlent

27 bankar í mál við íslenska ríkið

Valur Grettisson skrifar
Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands.

Alls hafa 27 alþjóðlegir bankar höfðað skaðabótamál á hendur Seðlabanka Íslands, Fjármálaeftirlitinu, fjármálaráðuneytinu og Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis (SPRON). Flestir bankanna eru þýskir alþjóðlegir bankar. Þarna má einnig finna franskan banka og svo landsbanka Egyptalands.

Skaðabótamálið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun.

Ástæðan fyrir málshöfðuninni er sú að forsvarmenn bankanna telja að yfirtaka SPRON hafi valdið þeim óþarfa tjóni þar sem samningar um lánalengingar voru þegar í gangi til þess að bjarga bankanum frá þroti.

Bankarnir sem um ræðir eru eftirfarandi:

Banque et Caisse dEpargne

BAWAG P.S.K. Bank

Bayerische Landesbank

Cathay United Banki

Commerzbank AG

Commerzbank International S.A.

DekaBank Deutsche Girozentrale

Dresdner Bank AG

DZ Bank AG Deutsche Zentral bank

Erste Europasiche Pfandbrief- und K.bank

Eurohypo AG

HSH Nordbank AG

Hypo Alpe-Adria Bank

Landesbank Baden-Wüettemberg

Landesbank Baden-Württemberg

Landesbank Saar

National Bank of Egypt

Norddeutsche Landesbank

Oberbank AG

Raiffeisenlandesbank

Raiffeisenlandesbank

Raffeisenverband Salzburg

Raiffeisen Zentralbank

Salzburger Landes-Hypothekenbank

Sparebanken Öst

Sumitomo Mitsui Banking

Zürcher Kantonalbank






Fleiri fréttir

Sjá meira


×