Viðskipti innlent

Skuldabréf sparisjóða á athugunarlista í kauphöllinni

Kauphöllin hefur ákveðið að færa skuldabréf útgefin af Sparisjóði Bolungarvíkur, Sparisjóðinum í Keflavík og Byr á athugunarlista vegna óvissu um fjárhagslega stöðu útgefanda og mögulega ójafnræði meðal fjárfesta samanber ákvæði í reglum fyrir útgefendur fjármálagerninga í Kauphöllinni.

Þetta kemujr fram í tilkynningum á vefsíðu kauphallarinnar. Þar er jafnframt tilkynnt að hlutabréf í Föroya Banki hafi verið tekin af athugunarlista en þar voru þau sett s.l. föstudag. Var það gert í framhaldi af fréttum um fyrirhuguð kaup banakans á Fionia Bank í Danmörku sem síðan gengu ekki eftir.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×