Viðskipti innlent

Opin Kerfi Group hf. hagnast um 20 milljónir króna

Hagnaður samstæðu Opinna Kerfa Group hf. nam 20 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 318 milljón króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Eiginfjárhlutfall félagsins er 35,5% og arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli er 3,1% sem er lægri en á fyrri hluta síðasta árs.

Heildar rekstrartekjur Opinna Kerfa Group hf. á fyrri helmingi ársins 2009 voru 3.636 milljónir króna, samanborið við 4.806 milljónir króna fyrir sama tímabil árið áður.

Rekstrarniðurstaða Opinna Kerfa Group hf fyrir afskriftir og fjármagnsliði

(EBITDA) var neikvæð um 48 milljónir króna samanborið við 187 milljónir í

hagnað árið áður. Forráðamenn félagsins gera ráð fyrir að rekstur félagsins

verði þungur á yfirstandandi ári.

Opin Kerfi Group hf samanstendur af móðurfélaginu og einu rekstrarfélagi sem er Kerfi AB í Svíþjóð.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×