„Engin þjóð beygir sig undir lög sem ógna öryggi hennar.“ Gunnar Örn Jónsson skrifar 23. júlí 2009 18:29 dr. Herdís Þorgeirsdóttir. Svo virðist sem margir lögfræðingar séu komnir á þá skoðun að Alþingi megi alls ekki samþykkja svokallaðan Icesave samning. Herdís Þorgeirsdóttir, prófessor, segir að engin þjóð beygi sig undir lög sem ógna öryggi hennar. Stefán Már Stefánsson prófessor og Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður, rituðu síðastliðið haust grein í Morgunblaðið þar sem þeir bentu á að íslenska ríkið væri ekki greiðsluskylt samkvæmt tilskipunum Evrópusambandsins um innistæðutryggingar. Eftir grein Stefáns og Lárusar, lá álit lögfræðinga um málið niðri, þar til dr. Herdís Þorgeirsdóttir prófessor, ritaði grein í Fréttablaðið þann 20. júní síðastliðinn. Þar varaði hún Alþingi við að samþykkja ríkisábyrgð á Icesave og taldi samninginn á skjön við þær grundvallarreglur sem evrópsk samvinna byggði tilvist sína á. „Engin þjóð beygir sig undir lög sem ógna öryggi hennar og sjálfstæði. Þjóðir gera samninga sín á milli og grundvallarregla í þjóðarétti er að samninga beri að virða. En ekki nauðasamninga. Ekki samninga sem er fyrirséð að ekki er hægt að standa við," sagði Herdís. Dr. Elvira Mendez Pinedo, dósent við lagadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur í Evrópurétti kom í kjölfarið og benti á þá að Evrópusambandið sjálft hefði átt að koma að þessum samningi en ekki láta Bretum og Hollendingum eftir að gera þetta að samningi sem væri eins og milli einkaaðila. Elvira benti á að samningurinn væri á gömlu lagamáli og hann væri meingallaður séð frá hagsmunum Íslendinga. Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, skrifaði þar næst grein og benti á að hinn raunverulegi ágreiningur sneri að því hvort íslenska þjóðin ætti að njóta réttar til að fá úrlausn hlutlausra dómstóla hvort hún að réttum lögum skuldi þetta fé. Sigurður Líndal tók í sama streng í stuttri grein í Fréttablaðinu. Þá kom einn reyndasti lögmaður Íslendinga, Ragnar Hall, og sagði að óforsvaranlegt væri að lögfesta ábyrgð ríkissjóðs á greiðslum vegna Icesave þar sem íslensku samningamennirnir hefðu samið af sér og Íslendingum bæri ekki að taka á sig þær skuldbindingar sem gerðar eru í samningnum við Hollendinga og Breta. Viðtal við Ragnar varðandi málið kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld og einnig má sjá fréttina hér á Vísi. Undir þau rök að ekki mætti samþykkja Icesave-samninginn óbreyttann, tók Eiríkur Tómasson prófessor. Þau sjónarmið að Icesave samningurinn í núverandi mynd sé óforsvaranlegur, eru því ríkjandi í röðum lögspekinga. Tengdar fréttir Lögmannskostnaður Breta samsvarar 8 mánaða rekstri lögreglunnar Icesave samkomulagið gerir ráð fyrir því að Íslendingar greiði tveggja milljarða króna lögfræðikostnað Breta vegna málsins. Fyrir þessa upphæð mætti reka lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í rúmlega hálft ár. 23. júlí 2009 19:06 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Svo virðist sem margir lögfræðingar séu komnir á þá skoðun að Alþingi megi alls ekki samþykkja svokallaðan Icesave samning. Herdís Þorgeirsdóttir, prófessor, segir að engin þjóð beygi sig undir lög sem ógna öryggi hennar. Stefán Már Stefánsson prófessor og Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður, rituðu síðastliðið haust grein í Morgunblaðið þar sem þeir bentu á að íslenska ríkið væri ekki greiðsluskylt samkvæmt tilskipunum Evrópusambandsins um innistæðutryggingar. Eftir grein Stefáns og Lárusar, lá álit lögfræðinga um málið niðri, þar til dr. Herdís Þorgeirsdóttir prófessor, ritaði grein í Fréttablaðið þann 20. júní síðastliðinn. Þar varaði hún Alþingi við að samþykkja ríkisábyrgð á Icesave og taldi samninginn á skjön við þær grundvallarreglur sem evrópsk samvinna byggði tilvist sína á. „Engin þjóð beygir sig undir lög sem ógna öryggi hennar og sjálfstæði. Þjóðir gera samninga sín á milli og grundvallarregla í þjóðarétti er að samninga beri að virða. En ekki nauðasamninga. Ekki samninga sem er fyrirséð að ekki er hægt að standa við," sagði Herdís. Dr. Elvira Mendez Pinedo, dósent við lagadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur í Evrópurétti kom í kjölfarið og benti á þá að Evrópusambandið sjálft hefði átt að koma að þessum samningi en ekki láta Bretum og Hollendingum eftir að gera þetta að samningi sem væri eins og milli einkaaðila. Elvira benti á að samningurinn væri á gömlu lagamáli og hann væri meingallaður séð frá hagsmunum Íslendinga. Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, skrifaði þar næst grein og benti á að hinn raunverulegi ágreiningur sneri að því hvort íslenska þjóðin ætti að njóta réttar til að fá úrlausn hlutlausra dómstóla hvort hún að réttum lögum skuldi þetta fé. Sigurður Líndal tók í sama streng í stuttri grein í Fréttablaðinu. Þá kom einn reyndasti lögmaður Íslendinga, Ragnar Hall, og sagði að óforsvaranlegt væri að lögfesta ábyrgð ríkissjóðs á greiðslum vegna Icesave þar sem íslensku samningamennirnir hefðu samið af sér og Íslendingum bæri ekki að taka á sig þær skuldbindingar sem gerðar eru í samningnum við Hollendinga og Breta. Viðtal við Ragnar varðandi málið kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld og einnig má sjá fréttina hér á Vísi. Undir þau rök að ekki mætti samþykkja Icesave-samninginn óbreyttann, tók Eiríkur Tómasson prófessor. Þau sjónarmið að Icesave samningurinn í núverandi mynd sé óforsvaranlegur, eru því ríkjandi í röðum lögspekinga.
Tengdar fréttir Lögmannskostnaður Breta samsvarar 8 mánaða rekstri lögreglunnar Icesave samkomulagið gerir ráð fyrir því að Íslendingar greiði tveggja milljarða króna lögfræðikostnað Breta vegna málsins. Fyrir þessa upphæð mætti reka lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í rúmlega hálft ár. 23. júlí 2009 19:06 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Lögmannskostnaður Breta samsvarar 8 mánaða rekstri lögreglunnar Icesave samkomulagið gerir ráð fyrir því að Íslendingar greiði tveggja milljarða króna lögfræðikostnað Breta vegna málsins. Fyrir þessa upphæð mætti reka lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í rúmlega hálft ár. 23. júlí 2009 19:06