Viðskipti innlent

Stefna að því að opna fyrir september

Spörum og njótum lífsins Hér opnar nýja lágvöruverðsverslunin Smartkaup sem Jón Gerald Sullenberger stendur fyrir. „Spörum og njótum lífsins.“
Spörum og njótum lífsins Hér opnar nýja lágvöruverðsverslunin Smartkaup sem Jón Gerald Sullenberger stendur fyrir. „Spörum og njótum lífsins.“
„Við erum að stefna að því að opna einhvers staðar frá 15. ágúst til 1. september," segir Jón Gerald Sullenberger athafnamaður spurður hvenær hann hyggist opna nýja lágvöruverðsverslun sína Smartkaup. Sem stendur er hann staddur á Flórída að skipuleggja verslunina sem verður til húsa á Dalvegi 10-14, þar sem InnX er sem stendur.

Jón segir verslunina verða ágætis mótvægi við þær sem fyrir eru en eigendur þeirra eru „búnir að setja þjóðina á hliðina og halda enn lífi í sínum búðum".

Nokkur vinna er fram undan til þess að hægt sé að opna verslunina, að sögn Jóns. Skipta þarf um hurðir og breyta versluninni að innan. Búið er að auglýsa eftir verslunarstjóra og fjármálastjóra en enn á eftir að auglýsa eftir almennu starfsfólki, afgreiðslufólki og lagerstarfsmönnum. Jón Gerald segir marga hafa sótt um stöður verslunar- og fjármálastjóra. „Það er alveg „non-stop"," segir Jón.

Stór auglýsingaborði á húsinu, sem sést þegar ekið er eftir Reykjanesbrautinni í átt að Garðabæ, hefur vakið athygli en á honum stendur stórum stöfum: „Hér opnar ný lágvöruverðs­verslun." Fyrir neðan stendur: „Spörum og njótum lífsins - Jón Gerald Sullenberger".- vsp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×