Hagtölur frá Kína valda mikilli hækkun á álverði 16. júlí 2009 08:54 Heimsmarkaðsverð á áli hefur tekið mikið stökk upp á við frá því í gær og þar til í morgun eða um 80 dollara á tonnið. Það eru nýjar hagtölur frá Kína sem valda þessari hækkun en samkvæmt þeim mædist hagvöxtur landsins á síðasta ársfjórðungi 7,9%. Á þriðjudag stóð tonnið á álinu á markaðinum í London í 1.570 dollurum miðað við þriggja mánaða framvirka samninga en í morgun var það komið í tæpa 1.650 dollara. Fram að þessum tíma hafði verðið rokkað í kringum 1.550 dollara um töluvert skeið. Fleiri málmar og hrávörur hafa hækkað í kjölfar þess að hagtölurnar í Kína voru birtar í gærdag. Þannig greinir börsen.dk frá því að verð á kopar hafi hækkað þrjá daga í röð á markaðinum í Shanghai og sé nú það hæsta undanfarin mánuð. Kína er stærsti innflytjandi heimsins á kopar. Að sögn Gordon Kwan forstöðumanns orkurannsókna hjá Mirae Asset Securtities hefur bílasala í Kína verið meiri en menn áttu von á og að víða í stærstum borgum Kína megi nú sjá auglýsingar þar sem nýir bílar eru auglýstir til sölu með vaxtalausum lánum. Mest lesið Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á áli hefur tekið mikið stökk upp á við frá því í gær og þar til í morgun eða um 80 dollara á tonnið. Það eru nýjar hagtölur frá Kína sem valda þessari hækkun en samkvæmt þeim mædist hagvöxtur landsins á síðasta ársfjórðungi 7,9%. Á þriðjudag stóð tonnið á álinu á markaðinum í London í 1.570 dollurum miðað við þriggja mánaða framvirka samninga en í morgun var það komið í tæpa 1.650 dollara. Fram að þessum tíma hafði verðið rokkað í kringum 1.550 dollara um töluvert skeið. Fleiri málmar og hrávörur hafa hækkað í kjölfar þess að hagtölurnar í Kína voru birtar í gærdag. Þannig greinir börsen.dk frá því að verð á kopar hafi hækkað þrjá daga í röð á markaðinum í Shanghai og sé nú það hæsta undanfarin mánuð. Kína er stærsti innflytjandi heimsins á kopar. Að sögn Gordon Kwan forstöðumanns orkurannsókna hjá Mirae Asset Securtities hefur bílasala í Kína verið meiri en menn áttu von á og að víða í stærstum borgum Kína megi nú sjá auglýsingar þar sem nýir bílar eru auglýstir til sölu með vaxtalausum lánum.
Mest lesið Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira