Ísland numið árið 720 en ekki 874? 12. mars 2009 19:45 Fornleifafræðingar, sem grafa nú á alþingisreitnum, eru komnir niður á járngerðarofna sem benda til að endurskrifa þurfi Íslandssöguna og einhverjir hafi verið sestir að á undan Ingólfi Arnarsyni. Vísindamenn við Háskóla Íslands vonast til að geta með nýju aldursgreiningartæki svarað því með óyggjandi hætti innan árs hvort Ísland hafi verið numið 150 árum fyrr en almennt hefur verið talið.Í barnaskólum hefur verið kennt að Ísland hafi verið numið árið 874. Á landnámssýningunni í Aðalstræti er ártalið 871 plús mínus tvö ár notað. Menn gætu þurft að leiðrétta ártalið enn frekar og hafa það árið 720 eða þar um bil.Fornleifafræðingar á Alþingisreitnum eru komnir niður á skýr merki um mannvistarleifar fyrir tíð Ingólfs, ofna sem notaðir voru til járngerðar. Að sögn Völu Garðarsdóttur fornleifafræðings fundust ofnarnir undir gjósku, sem tímasett er árið 871, sem bendi til mannvistar fyrir þann tíma.Járngerðarmennirnir notuðu viðarkol en sýni úr þeim verða nú aldrursgreind. Þar er komið inn á sérsvið Páls Theodórssonar eðlisfræðings og samstarfsmanna sem um nokkurra ára skeið hafa verið að þróa hagkvæmara og nákvæmara tæki til aldursgreiningar en nú þekkist. Það ætti að geta við bestu aðstæður gefið nákvæmni þannig að ekki skakki meira en 15 árum til eða frá.Þrjátíu ára gamlar aldursgreiningar úr fornleifarannsóknum í Suðurgötu og Vestmannaeyjum hafa áður bent til eldri mannvistar. Niðurstöðurnar, að sögn Páls, bentu sterklega til þess að landnám væri um 150 árum eldra en Ari fróði segi. Fornleifafræðingar og sagnfræðingar hafi hins vegar hafnað þeim á sínum tíma.Páll segist aldrei hafa verið sáttur við hvernig menn afgreiddu þær aldursgreiningar. Hann hafi skoðað hversu traustar þær væru og hvort veilur fyndust í þeim. Þvert á móti hafi ný gögn styrkt þessar mælingar.Prófunum á nýja tækinu er nú lokið og fyrstu mælingar að hefjast. Á næstu tveimur til þremur árum er áformað að kortleggja upphaf landnáms um land allt, hvenær landnámsmenn komu fyrst á einstaka staði og hvernig byggðin dreifðist smámsaman út.En hvenær verður svo hægt að nefna nýtt ártal fyrstu Íslandsbyggðar? Kannski eftir eitt ár, svarar Páll. Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Sjá meira
Fornleifafræðingar, sem grafa nú á alþingisreitnum, eru komnir niður á járngerðarofna sem benda til að endurskrifa þurfi Íslandssöguna og einhverjir hafi verið sestir að á undan Ingólfi Arnarsyni. Vísindamenn við Háskóla Íslands vonast til að geta með nýju aldursgreiningartæki svarað því með óyggjandi hætti innan árs hvort Ísland hafi verið numið 150 árum fyrr en almennt hefur verið talið.Í barnaskólum hefur verið kennt að Ísland hafi verið numið árið 874. Á landnámssýningunni í Aðalstræti er ártalið 871 plús mínus tvö ár notað. Menn gætu þurft að leiðrétta ártalið enn frekar og hafa það árið 720 eða þar um bil.Fornleifafræðingar á Alþingisreitnum eru komnir niður á skýr merki um mannvistarleifar fyrir tíð Ingólfs, ofna sem notaðir voru til járngerðar. Að sögn Völu Garðarsdóttur fornleifafræðings fundust ofnarnir undir gjósku, sem tímasett er árið 871, sem bendi til mannvistar fyrir þann tíma.Járngerðarmennirnir notuðu viðarkol en sýni úr þeim verða nú aldrursgreind. Þar er komið inn á sérsvið Páls Theodórssonar eðlisfræðings og samstarfsmanna sem um nokkurra ára skeið hafa verið að þróa hagkvæmara og nákvæmara tæki til aldursgreiningar en nú þekkist. Það ætti að geta við bestu aðstæður gefið nákvæmni þannig að ekki skakki meira en 15 árum til eða frá.Þrjátíu ára gamlar aldursgreiningar úr fornleifarannsóknum í Suðurgötu og Vestmannaeyjum hafa áður bent til eldri mannvistar. Niðurstöðurnar, að sögn Páls, bentu sterklega til þess að landnám væri um 150 árum eldra en Ari fróði segi. Fornleifafræðingar og sagnfræðingar hafi hins vegar hafnað þeim á sínum tíma.Páll segist aldrei hafa verið sáttur við hvernig menn afgreiddu þær aldursgreiningar. Hann hafi skoðað hversu traustar þær væru og hvort veilur fyndust í þeim. Þvert á móti hafi ný gögn styrkt þessar mælingar.Prófunum á nýja tækinu er nú lokið og fyrstu mælingar að hefjast. Á næstu tveimur til þremur árum er áformað að kortleggja upphaf landnáms um land allt, hvenær landnámsmenn komu fyrst á einstaka staði og hvernig byggðin dreifðist smámsaman út.En hvenær verður svo hægt að nefna nýtt ártal fyrstu Íslandsbyggðar? Kannski eftir eitt ár, svarar Páll.
Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Sjá meira