Ólafur Ólafsson: Græddi ekki krónu á viðskiptum Al-Thani 19. janúar 2009 13:02 Ólafur Ólafsson Ólafur Ólafsson fjárfestir segir engar þóknanir, greiðslur eða hagnað hafa fallið í sinn hlut við kaup Mohammed Sheik bin Khalifa Al-Thani á 5% hlut í Kaupþingi. Í yfirlýsingu sem hann sendir frá sér vagna málsins segir hann mikilvægt að skýrsla sem Price Waterhouse Coopers hefur unnið um starfsemi Kaupþings verði birt í heild sinni þannig að allur sannleikurinn komi í ljós og staðfesti það sem hann segi. Ólafur segist hafa samþykkt að vera eigandi að félagi sem lánaði helming af kaupverðinu án persónulegra ábyrgða. Hann segir einnig að það hefði hann betur aldrei gert. Markmiðið með sinni aðkomu að málinu hafi verið að styrkja Kaupþing í því umróti sem ríkti á alþjóðleguum fjármálamörkuðum. Yfirlýsingu Ólafs má sjá hér að neðan: 1. Vegna persónulegra tengsla minna við Al Thani fjölskylduna í Qatar var ég á sumarmánuðum ársins 2008 beðinn um að hafa milligöngu um að kynna Kaupþing beint fyrir fjölskyldunni með það að markmiði að fá þessa aðila inn sem hluthafa í Kaupþingi. Hafði ég áður á vormánuðum ársins komið að því verkefni að kynna Qatar Investment Authority fyrir bankanum. Sú nálgun leiddi til langra og góðra viðræðna en engrar niðurstöðu. 2. Það er ljóst að á þessum tíma höfðu fjölmargir bankar og fjármálafyrirtæki um allan heim mikinn áhuga á að fá stjórnvöld í Qatar og Al Thani fjölskylduna inn sem hluthafa í sín fyrirtæki. Bæði eykur það styrk þessara fyrirtækja og gefur þeim einnig möguleika á að fara í önnur verkefni með fjölskyldunni enda er fjölskyldan ein sú auðugasta í heimi. Fjölskyldan velur því verkefnin af kostgæfni og ber, eins og aðrir fjárfestar, fyrst og fremst eigin hag fyrir brjósti og horfir á þá áhættu og ávinning sem viðkomandi fjárfesting hefur í för með sér. 3. Viðræðurnar við Al Thani fjölskylduna leiddu til þess að fjölskyldan, í nafni Q Iceland Finance ehf., keypti 5% hlut í Kaupþingi. Kaupþing lánaði helming kaupverðsins beint til félags í eigu Al Thani og lagði Al Thani fram ábyrgðir að upphæð 200 milljónir evra vegna þessarra og annarra væntanlegra viðskipta. Ég samþykkti, og hefði betur aldrei gert, að vera eigandi að félagi sem lánaði síðan hinn helminginn af kaupverðinu án persónulegra ábyrgða. Það var gert að beiðni hlutaðeigandi og til þess að ábyrgð þeirra yrði með því móti takmörkuð við 50% kaupverðs hlutabréfanna. 4. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef, þá greiddi Al Thani fjölskyldan hinn 8. október 12,5 milljarða króna af þeim hluta lánsins sem hún var í ábyrgð fyrir og hinn 21. október hafði ég persónlega milligöngu um að greiða fyrir fjölskylduna eftirstöðvarnar með vöxtum sem þá voru 402 milljónir króna. 5. Enginn ávinningur, þóknanir eða greiðslur hafa runnið til mín eða félaga í minni eigu vegna þessara viðskipta. Markmiðið með þátttöku minni í þeirri vegferð að fá Al Thani fjölskylduna sem hluthafa í Kaupþing var fyrst og fremst til að styrkja bankann í því umróti sem ríkti á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Undirritaður telur mikilvægt að skýrsla PWC um starfsemi Kaupþings sé birt í heild sinni þannig að allur sannleikurinn komi í ljós og staðfesti það sem hér er sagt. Það virðist vera að ýmsir aðilar sjái sér hag í því að að leka út takmörkuðum og óljósum upplýsingum í þeirri von að út komi villandi fréttir. Slíkum fréttum virðist ætlað að kynda enn frekar undir ófriðarbáli í þjóðfélaginu og draga jafnframt athyglina frá undirliggjandi orsökum vandans. Þessu verður að linna og einfaldasta leiðin til þess er að birta umrædda skýrslu opinberlega sem og samsvarandi skýrslur um aðra banka. London 19. janúar 2009 Ólafur Ólafsson Tengdar fréttir Segir ekkert óeðlilegt við viðskipti Al-Thani Sigurður Einarsson fyrrum stjórnarformaður Kaupþings hf segir ekkert óeðlilegt við viðskipti Sheikh Mohammed bin Khalifa Al-Thani á rúmlega 5% hlut í bankanum. Mikil umræða hefur verið um kaupin síðustu daga og segist Sigurður fagna þeim rannsóknum sem nú standa yfir og snúa að bankanum. 19. janúar 2009 11:47 Borgaði 13 milljarða fyrir hlut í Kaupþingi daginn áður en bankinn féll Bróðir emírsins í Katar greiddi rúmlega þrettán milljarða króna hlut í Kaupþingi, daginn áður en bankinn féll. 15. janúar 2009 18:31 Segir milljarðana frá Al-Thani hafa lent á Caymaneyjum Guðmundur Ólafsson hagfræðingur segist hafa heimildir fyrir því að þeir 25 milljarðar kr. sem Sheik Al Thani greiddi fyrir hlutabréf sín í Kaupþingi hafi verið sendir til Caymaneyja í gegnum Kaupþing í Lúxemborg. 16. janúar 2009 11:04 Telma þvær hendur sínar af samningnum við sheikinn Telma Halldórsdóttir stjórnarmaður í Q Iceland Finance segir að félagið hafi hvergi komið nálægt samningagerð eða kaupum á hlut sheiksins Al-Thani í Kaupþingi. 19. janúar 2009 12:25 Fulltrúi Al-Thani: Undrast að kvittun finnist ekki Telma Halldórsdóttir, stjórnarmaður í fjárfestingarfélaginu Q Iceland Finance, undrast frétt Ríkissjónvarpsins í kvöld þar sem fullyrt var að yfirvöld hér á landi skoði nú hvort tugmilljarða kaup fjárfesta frá Katar á hlutabréfum í Kaupþingi síðasta haust hafi verið blekking. ,,Ég skil ekki að þeir finni ekki umræddar kvittanir." Ekki var haft samband við Telmu vegna fréttar RÚV. 14. janúar 2009 20:39 Kaupþing tapaði 37,5 milljörðum á kaupum Al-Thani Kaup hins konungsborna Al-Thani frá Katar á tuttugu og fimm milljarða króna hlut í Kaupþingi kostuðu bankann sjálfan 37,5 milljarða. Hvorki Al-Thani né vinur hans Ólafur Ólafsson, einn stærsti hluthafi Kaupþings, sem lánaði honum tólf og hálfan milljarð fyrir kaupunum, töpuðu krónu. 18. janúar 2009 18:51 Mest lesið Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Kaupa Gompute Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Sjá meira
Ólafur Ólafsson fjárfestir segir engar þóknanir, greiðslur eða hagnað hafa fallið í sinn hlut við kaup Mohammed Sheik bin Khalifa Al-Thani á 5% hlut í Kaupþingi. Í yfirlýsingu sem hann sendir frá sér vagna málsins segir hann mikilvægt að skýrsla sem Price Waterhouse Coopers hefur unnið um starfsemi Kaupþings verði birt í heild sinni þannig að allur sannleikurinn komi í ljós og staðfesti það sem hann segi. Ólafur segist hafa samþykkt að vera eigandi að félagi sem lánaði helming af kaupverðinu án persónulegra ábyrgða. Hann segir einnig að það hefði hann betur aldrei gert. Markmiðið með sinni aðkomu að málinu hafi verið að styrkja Kaupþing í því umróti sem ríkti á alþjóðleguum fjármálamörkuðum. Yfirlýsingu Ólafs má sjá hér að neðan: 1. Vegna persónulegra tengsla minna við Al Thani fjölskylduna í Qatar var ég á sumarmánuðum ársins 2008 beðinn um að hafa milligöngu um að kynna Kaupþing beint fyrir fjölskyldunni með það að markmiði að fá þessa aðila inn sem hluthafa í Kaupþingi. Hafði ég áður á vormánuðum ársins komið að því verkefni að kynna Qatar Investment Authority fyrir bankanum. Sú nálgun leiddi til langra og góðra viðræðna en engrar niðurstöðu. 2. Það er ljóst að á þessum tíma höfðu fjölmargir bankar og fjármálafyrirtæki um allan heim mikinn áhuga á að fá stjórnvöld í Qatar og Al Thani fjölskylduna inn sem hluthafa í sín fyrirtæki. Bæði eykur það styrk þessara fyrirtækja og gefur þeim einnig möguleika á að fara í önnur verkefni með fjölskyldunni enda er fjölskyldan ein sú auðugasta í heimi. Fjölskyldan velur því verkefnin af kostgæfni og ber, eins og aðrir fjárfestar, fyrst og fremst eigin hag fyrir brjósti og horfir á þá áhættu og ávinning sem viðkomandi fjárfesting hefur í för með sér. 3. Viðræðurnar við Al Thani fjölskylduna leiddu til þess að fjölskyldan, í nafni Q Iceland Finance ehf., keypti 5% hlut í Kaupþingi. Kaupþing lánaði helming kaupverðsins beint til félags í eigu Al Thani og lagði Al Thani fram ábyrgðir að upphæð 200 milljónir evra vegna þessarra og annarra væntanlegra viðskipta. Ég samþykkti, og hefði betur aldrei gert, að vera eigandi að félagi sem lánaði síðan hinn helminginn af kaupverðinu án persónulegra ábyrgða. Það var gert að beiðni hlutaðeigandi og til þess að ábyrgð þeirra yrði með því móti takmörkuð við 50% kaupverðs hlutabréfanna. 4. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef, þá greiddi Al Thani fjölskyldan hinn 8. október 12,5 milljarða króna af þeim hluta lánsins sem hún var í ábyrgð fyrir og hinn 21. október hafði ég persónlega milligöngu um að greiða fyrir fjölskylduna eftirstöðvarnar með vöxtum sem þá voru 402 milljónir króna. 5. Enginn ávinningur, þóknanir eða greiðslur hafa runnið til mín eða félaga í minni eigu vegna þessara viðskipta. Markmiðið með þátttöku minni í þeirri vegferð að fá Al Thani fjölskylduna sem hluthafa í Kaupþing var fyrst og fremst til að styrkja bankann í því umróti sem ríkti á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Undirritaður telur mikilvægt að skýrsla PWC um starfsemi Kaupþings sé birt í heild sinni þannig að allur sannleikurinn komi í ljós og staðfesti það sem hér er sagt. Það virðist vera að ýmsir aðilar sjái sér hag í því að að leka út takmörkuðum og óljósum upplýsingum í þeirri von að út komi villandi fréttir. Slíkum fréttum virðist ætlað að kynda enn frekar undir ófriðarbáli í þjóðfélaginu og draga jafnframt athyglina frá undirliggjandi orsökum vandans. Þessu verður að linna og einfaldasta leiðin til þess er að birta umrædda skýrslu opinberlega sem og samsvarandi skýrslur um aðra banka. London 19. janúar 2009 Ólafur Ólafsson
Tengdar fréttir Segir ekkert óeðlilegt við viðskipti Al-Thani Sigurður Einarsson fyrrum stjórnarformaður Kaupþings hf segir ekkert óeðlilegt við viðskipti Sheikh Mohammed bin Khalifa Al-Thani á rúmlega 5% hlut í bankanum. Mikil umræða hefur verið um kaupin síðustu daga og segist Sigurður fagna þeim rannsóknum sem nú standa yfir og snúa að bankanum. 19. janúar 2009 11:47 Borgaði 13 milljarða fyrir hlut í Kaupþingi daginn áður en bankinn féll Bróðir emírsins í Katar greiddi rúmlega þrettán milljarða króna hlut í Kaupþingi, daginn áður en bankinn féll. 15. janúar 2009 18:31 Segir milljarðana frá Al-Thani hafa lent á Caymaneyjum Guðmundur Ólafsson hagfræðingur segist hafa heimildir fyrir því að þeir 25 milljarðar kr. sem Sheik Al Thani greiddi fyrir hlutabréf sín í Kaupþingi hafi verið sendir til Caymaneyja í gegnum Kaupþing í Lúxemborg. 16. janúar 2009 11:04 Telma þvær hendur sínar af samningnum við sheikinn Telma Halldórsdóttir stjórnarmaður í Q Iceland Finance segir að félagið hafi hvergi komið nálægt samningagerð eða kaupum á hlut sheiksins Al-Thani í Kaupþingi. 19. janúar 2009 12:25 Fulltrúi Al-Thani: Undrast að kvittun finnist ekki Telma Halldórsdóttir, stjórnarmaður í fjárfestingarfélaginu Q Iceland Finance, undrast frétt Ríkissjónvarpsins í kvöld þar sem fullyrt var að yfirvöld hér á landi skoði nú hvort tugmilljarða kaup fjárfesta frá Katar á hlutabréfum í Kaupþingi síðasta haust hafi verið blekking. ,,Ég skil ekki að þeir finni ekki umræddar kvittanir." Ekki var haft samband við Telmu vegna fréttar RÚV. 14. janúar 2009 20:39 Kaupþing tapaði 37,5 milljörðum á kaupum Al-Thani Kaup hins konungsborna Al-Thani frá Katar á tuttugu og fimm milljarða króna hlut í Kaupþingi kostuðu bankann sjálfan 37,5 milljarða. Hvorki Al-Thani né vinur hans Ólafur Ólafsson, einn stærsti hluthafi Kaupþings, sem lánaði honum tólf og hálfan milljarð fyrir kaupunum, töpuðu krónu. 18. janúar 2009 18:51 Mest lesið Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Kaupa Gompute Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Sjá meira
Segir ekkert óeðlilegt við viðskipti Al-Thani Sigurður Einarsson fyrrum stjórnarformaður Kaupþings hf segir ekkert óeðlilegt við viðskipti Sheikh Mohammed bin Khalifa Al-Thani á rúmlega 5% hlut í bankanum. Mikil umræða hefur verið um kaupin síðustu daga og segist Sigurður fagna þeim rannsóknum sem nú standa yfir og snúa að bankanum. 19. janúar 2009 11:47
Borgaði 13 milljarða fyrir hlut í Kaupþingi daginn áður en bankinn féll Bróðir emírsins í Katar greiddi rúmlega þrettán milljarða króna hlut í Kaupþingi, daginn áður en bankinn féll. 15. janúar 2009 18:31
Segir milljarðana frá Al-Thani hafa lent á Caymaneyjum Guðmundur Ólafsson hagfræðingur segist hafa heimildir fyrir því að þeir 25 milljarðar kr. sem Sheik Al Thani greiddi fyrir hlutabréf sín í Kaupþingi hafi verið sendir til Caymaneyja í gegnum Kaupþing í Lúxemborg. 16. janúar 2009 11:04
Telma þvær hendur sínar af samningnum við sheikinn Telma Halldórsdóttir stjórnarmaður í Q Iceland Finance segir að félagið hafi hvergi komið nálægt samningagerð eða kaupum á hlut sheiksins Al-Thani í Kaupþingi. 19. janúar 2009 12:25
Fulltrúi Al-Thani: Undrast að kvittun finnist ekki Telma Halldórsdóttir, stjórnarmaður í fjárfestingarfélaginu Q Iceland Finance, undrast frétt Ríkissjónvarpsins í kvöld þar sem fullyrt var að yfirvöld hér á landi skoði nú hvort tugmilljarða kaup fjárfesta frá Katar á hlutabréfum í Kaupþingi síðasta haust hafi verið blekking. ,,Ég skil ekki að þeir finni ekki umræddar kvittanir." Ekki var haft samband við Telmu vegna fréttar RÚV. 14. janúar 2009 20:39
Kaupþing tapaði 37,5 milljörðum á kaupum Al-Thani Kaup hins konungsborna Al-Thani frá Katar á tuttugu og fimm milljarða króna hlut í Kaupþingi kostuðu bankann sjálfan 37,5 milljarða. Hvorki Al-Thani né vinur hans Ólafur Ólafsson, einn stærsti hluthafi Kaupþings, sem lánaði honum tólf og hálfan milljarð fyrir kaupunum, töpuðu krónu. 18. janúar 2009 18:51
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent