Handbolti

Þórir með stórleik og níu mörk í stórsigri á Dormagen

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þórir Ólafsson átti mjög góðan dag.
Þórir Ólafsson átti mjög góðan dag. Mynd/Stefán

Þórir Ólafsson átti mjög góðan dag í öruggum tíu marka sigri TuS N-Lübbecke á Dormagen, 33-23, í þýski úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Þórir skoraði 9 mörk í leiknum og ekkert þeirra var úr vítakasti. Þórir fékk mikið hrós á heimasíðu TuS N-Lübbecke.

Þórir var gerður að fyrirliða TuS N-Lübbecke fyrir tímabilið og það hefur greinilega haft góð áhrif á hann. TuS N-Lübbecke tapaði fyrir Rhein-Neckar Löwen í fyrstu umferðinni og fagnaði því fyrsta sigri tímabilsins í dag. Þórir hafði skoraði 4 mörk í fyrsta leiknum.

Gylfi Gylfason skoraði tvö mörk og Ingimundur Ingimundarson var með eitt mark í 24-24 jafntefli Minden á útivelli á móti HSG Düsseldorf. Sturla Ásgeirsson náði ekki að skora fyrir Düsseldorf.

Sverre Andre Jakobsson komst ekki á blað þegar TV Grosswallstadt vann 29-25 útisigur á HBW Balingen-Weilstetten.

Hannes Jón Jónsson var heldur ekki meðal markaskorara TSV Hannover-Burgdorf í 29-33 tapi á móti Frisch Auf Göppingen.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×