Viðskiptavinir hafa byggt upp Bónus Jóhannes Jónsson skrifar 15. október 2009 06:00 Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með umræðunni um Bónus undanfarna daga. Hver á fætur öðrum koma þeir embættismennirnir og lýsa óánægju sinni með fyrirtækið. Það þurfi að fylgjast með eigendunum. Það þurfi að fylgjast með hvar þeir kaupi inn vöruna. Það þurfi að fylgjast með hvernig þeir verðleggja vöruna. Það þurfi að fylgjast með hver selur hverjum hvað. Það þurfi að fylgjast með hvernig keppinautunum reiðir af í samkeppninni við Bónus og svo framvegis. Óánægjan er alveg að fara með þessa menn. Nú er ég búinn að reka Bónus í 20 ár og ég kannast ekki við þessa óánægju viðskiptavina minna. Þvert á móti. Bónus hefur aldrei gengið betur, enda er okkar leiðarljós og hefur alltaf verið að selja vöruna á lægra verði en aðrir. Við komum inn á markaðinn með nýja viðskiptahætti og fækkuðum milliliðum til hagsbóta fyrir neytendur. Við höfum lagt áherslu á hagkvæmni í rekstri og aldrei hefur verið vikið frá þeim meginreglum, sem settar voru á fyrsta degi. Á þessum tveimur áratugum hefur hlutur matvöru í ráðstöfunartekjum heimilanna farið úr tæpum 24% í um 12%. Ég er þakklátur fyrir þann stuðning sem við höfum fengið frá viðskiptavinunum alla tíð, og fáum enn. Bónus hefur vaxið vegna viðskiptavinanna. Þeir hafa verið ánægðir og þeir hafa byggt upp fyrirtækið. Traust milli viðskiptavinanna og fyrirtækisins er galdurinn. Þetta traust er mikilvægasta eign Bónuss. Við höfum líka verið svo lánsöm að hafa haft á að skipa frábæru starfsfólki, sem margt hvert hefur starfað hjá okkur frá fyrsta degi. Það er okkur óendanlega mikilvægt. Aukin viðskipti hafa skilað stærðarhagkvæmni, sem hefur gert Bónus mögulegt að selja matvöru á sama verði um land allt. Þegar við vorum að byrja var vöruverð á Ísafirði um 40% hærra en á höfuðborgarsvæðinu. Nú njóta Vestfirðingar sama verðs í Bónus og höfuðborgarbúar. Sem betur fer ræður fólk því, hvar það kaupir í matinn og enginn er dreginn nauðugur inn í Bónus. Bónus hefur einfaldlega ódýrari vörur að bjóða og þess vegna koma viðskiptavinirnir og hafa gert í 20 ár. Ég hef heldur ekki heyrt að framleiðendur neiti að selja Fjarðarkaupum eða Melabúðinni vörur. Reyndar sé ég ekki betur en þessi fyrirtæki lifi bara góðu lífi á markaðnum hlið við hlið. Fjölmargir landsbyggðarmenn hafa í gegnum tíðina óskað eftir því að fá Bónus í sína heimabyggð. Viðskiptavinirnir vilja sem sagt stækka fyrirtækið, en ákveðinn sérhagsmunahópur minnka það. Af hverju skyldi það vera? Er það stjórnvalda að minnka fyrirtæki með handafli, fyrirtæki sem nýtur velgengni og nýtur trausts viðskiptavina sinna? Hvernig ætti annars að framkvæma slíkt? Með því að loka á fimmtudögum, eins og Ríkissjónvarpið gerði á síðustu öld? Að loka Bónus á Ísafirði? Að útiloka fjórða hvern viðskiptavin frá Bónus? Nei, leyfum neytendum að ráða, hvar þeir gera sín innkaup hér eftir sem hingað til. Ég mun standa við mitt gagnvart viðskiptavinunum. Höfundur er stofnandi Bónuss. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með umræðunni um Bónus undanfarna daga. Hver á fætur öðrum koma þeir embættismennirnir og lýsa óánægju sinni með fyrirtækið. Það þurfi að fylgjast með eigendunum. Það þurfi að fylgjast með hvar þeir kaupi inn vöruna. Það þurfi að fylgjast með hvernig þeir verðleggja vöruna. Það þurfi að fylgjast með hver selur hverjum hvað. Það þurfi að fylgjast með hvernig keppinautunum reiðir af í samkeppninni við Bónus og svo framvegis. Óánægjan er alveg að fara með þessa menn. Nú er ég búinn að reka Bónus í 20 ár og ég kannast ekki við þessa óánægju viðskiptavina minna. Þvert á móti. Bónus hefur aldrei gengið betur, enda er okkar leiðarljós og hefur alltaf verið að selja vöruna á lægra verði en aðrir. Við komum inn á markaðinn með nýja viðskiptahætti og fækkuðum milliliðum til hagsbóta fyrir neytendur. Við höfum lagt áherslu á hagkvæmni í rekstri og aldrei hefur verið vikið frá þeim meginreglum, sem settar voru á fyrsta degi. Á þessum tveimur áratugum hefur hlutur matvöru í ráðstöfunartekjum heimilanna farið úr tæpum 24% í um 12%. Ég er þakklátur fyrir þann stuðning sem við höfum fengið frá viðskiptavinunum alla tíð, og fáum enn. Bónus hefur vaxið vegna viðskiptavinanna. Þeir hafa verið ánægðir og þeir hafa byggt upp fyrirtækið. Traust milli viðskiptavinanna og fyrirtækisins er galdurinn. Þetta traust er mikilvægasta eign Bónuss. Við höfum líka verið svo lánsöm að hafa haft á að skipa frábæru starfsfólki, sem margt hvert hefur starfað hjá okkur frá fyrsta degi. Það er okkur óendanlega mikilvægt. Aukin viðskipti hafa skilað stærðarhagkvæmni, sem hefur gert Bónus mögulegt að selja matvöru á sama verði um land allt. Þegar við vorum að byrja var vöruverð á Ísafirði um 40% hærra en á höfuðborgarsvæðinu. Nú njóta Vestfirðingar sama verðs í Bónus og höfuðborgarbúar. Sem betur fer ræður fólk því, hvar það kaupir í matinn og enginn er dreginn nauðugur inn í Bónus. Bónus hefur einfaldlega ódýrari vörur að bjóða og þess vegna koma viðskiptavinirnir og hafa gert í 20 ár. Ég hef heldur ekki heyrt að framleiðendur neiti að selja Fjarðarkaupum eða Melabúðinni vörur. Reyndar sé ég ekki betur en þessi fyrirtæki lifi bara góðu lífi á markaðnum hlið við hlið. Fjölmargir landsbyggðarmenn hafa í gegnum tíðina óskað eftir því að fá Bónus í sína heimabyggð. Viðskiptavinirnir vilja sem sagt stækka fyrirtækið, en ákveðinn sérhagsmunahópur minnka það. Af hverju skyldi það vera? Er það stjórnvalda að minnka fyrirtæki með handafli, fyrirtæki sem nýtur velgengni og nýtur trausts viðskiptavina sinna? Hvernig ætti annars að framkvæma slíkt? Með því að loka á fimmtudögum, eins og Ríkissjónvarpið gerði á síðustu öld? Að loka Bónus á Ísafirði? Að útiloka fjórða hvern viðskiptavin frá Bónus? Nei, leyfum neytendum að ráða, hvar þeir gera sín innkaup hér eftir sem hingað til. Ég mun standa við mitt gagnvart viðskiptavinunum. Höfundur er stofnandi Bónuss.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar