Viðskiptavinir hafa byggt upp Bónus Jóhannes Jónsson skrifar 15. október 2009 06:00 Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með umræðunni um Bónus undanfarna daga. Hver á fætur öðrum koma þeir embættismennirnir og lýsa óánægju sinni með fyrirtækið. Það þurfi að fylgjast með eigendunum. Það þurfi að fylgjast með hvar þeir kaupi inn vöruna. Það þurfi að fylgjast með hvernig þeir verðleggja vöruna. Það þurfi að fylgjast með hver selur hverjum hvað. Það þurfi að fylgjast með hvernig keppinautunum reiðir af í samkeppninni við Bónus og svo framvegis. Óánægjan er alveg að fara með þessa menn. Nú er ég búinn að reka Bónus í 20 ár og ég kannast ekki við þessa óánægju viðskiptavina minna. Þvert á móti. Bónus hefur aldrei gengið betur, enda er okkar leiðarljós og hefur alltaf verið að selja vöruna á lægra verði en aðrir. Við komum inn á markaðinn með nýja viðskiptahætti og fækkuðum milliliðum til hagsbóta fyrir neytendur. Við höfum lagt áherslu á hagkvæmni í rekstri og aldrei hefur verið vikið frá þeim meginreglum, sem settar voru á fyrsta degi. Á þessum tveimur áratugum hefur hlutur matvöru í ráðstöfunartekjum heimilanna farið úr tæpum 24% í um 12%. Ég er þakklátur fyrir þann stuðning sem við höfum fengið frá viðskiptavinunum alla tíð, og fáum enn. Bónus hefur vaxið vegna viðskiptavinanna. Þeir hafa verið ánægðir og þeir hafa byggt upp fyrirtækið. Traust milli viðskiptavinanna og fyrirtækisins er galdurinn. Þetta traust er mikilvægasta eign Bónuss. Við höfum líka verið svo lánsöm að hafa haft á að skipa frábæru starfsfólki, sem margt hvert hefur starfað hjá okkur frá fyrsta degi. Það er okkur óendanlega mikilvægt. Aukin viðskipti hafa skilað stærðarhagkvæmni, sem hefur gert Bónus mögulegt að selja matvöru á sama verði um land allt. Þegar við vorum að byrja var vöruverð á Ísafirði um 40% hærra en á höfuðborgarsvæðinu. Nú njóta Vestfirðingar sama verðs í Bónus og höfuðborgarbúar. Sem betur fer ræður fólk því, hvar það kaupir í matinn og enginn er dreginn nauðugur inn í Bónus. Bónus hefur einfaldlega ódýrari vörur að bjóða og þess vegna koma viðskiptavinirnir og hafa gert í 20 ár. Ég hef heldur ekki heyrt að framleiðendur neiti að selja Fjarðarkaupum eða Melabúðinni vörur. Reyndar sé ég ekki betur en þessi fyrirtæki lifi bara góðu lífi á markaðnum hlið við hlið. Fjölmargir landsbyggðarmenn hafa í gegnum tíðina óskað eftir því að fá Bónus í sína heimabyggð. Viðskiptavinirnir vilja sem sagt stækka fyrirtækið, en ákveðinn sérhagsmunahópur minnka það. Af hverju skyldi það vera? Er það stjórnvalda að minnka fyrirtæki með handafli, fyrirtæki sem nýtur velgengni og nýtur trausts viðskiptavina sinna? Hvernig ætti annars að framkvæma slíkt? Með því að loka á fimmtudögum, eins og Ríkissjónvarpið gerði á síðustu öld? Að loka Bónus á Ísafirði? Að útiloka fjórða hvern viðskiptavin frá Bónus? Nei, leyfum neytendum að ráða, hvar þeir gera sín innkaup hér eftir sem hingað til. Ég mun standa við mitt gagnvart viðskiptavinunum. Höfundur er stofnandi Bónuss. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með umræðunni um Bónus undanfarna daga. Hver á fætur öðrum koma þeir embættismennirnir og lýsa óánægju sinni með fyrirtækið. Það þurfi að fylgjast með eigendunum. Það þurfi að fylgjast með hvar þeir kaupi inn vöruna. Það þurfi að fylgjast með hvernig þeir verðleggja vöruna. Það þurfi að fylgjast með hver selur hverjum hvað. Það þurfi að fylgjast með hvernig keppinautunum reiðir af í samkeppninni við Bónus og svo framvegis. Óánægjan er alveg að fara með þessa menn. Nú er ég búinn að reka Bónus í 20 ár og ég kannast ekki við þessa óánægju viðskiptavina minna. Þvert á móti. Bónus hefur aldrei gengið betur, enda er okkar leiðarljós og hefur alltaf verið að selja vöruna á lægra verði en aðrir. Við komum inn á markaðinn með nýja viðskiptahætti og fækkuðum milliliðum til hagsbóta fyrir neytendur. Við höfum lagt áherslu á hagkvæmni í rekstri og aldrei hefur verið vikið frá þeim meginreglum, sem settar voru á fyrsta degi. Á þessum tveimur áratugum hefur hlutur matvöru í ráðstöfunartekjum heimilanna farið úr tæpum 24% í um 12%. Ég er þakklátur fyrir þann stuðning sem við höfum fengið frá viðskiptavinunum alla tíð, og fáum enn. Bónus hefur vaxið vegna viðskiptavinanna. Þeir hafa verið ánægðir og þeir hafa byggt upp fyrirtækið. Traust milli viðskiptavinanna og fyrirtækisins er galdurinn. Þetta traust er mikilvægasta eign Bónuss. Við höfum líka verið svo lánsöm að hafa haft á að skipa frábæru starfsfólki, sem margt hvert hefur starfað hjá okkur frá fyrsta degi. Það er okkur óendanlega mikilvægt. Aukin viðskipti hafa skilað stærðarhagkvæmni, sem hefur gert Bónus mögulegt að selja matvöru á sama verði um land allt. Þegar við vorum að byrja var vöruverð á Ísafirði um 40% hærra en á höfuðborgarsvæðinu. Nú njóta Vestfirðingar sama verðs í Bónus og höfuðborgarbúar. Sem betur fer ræður fólk því, hvar það kaupir í matinn og enginn er dreginn nauðugur inn í Bónus. Bónus hefur einfaldlega ódýrari vörur að bjóða og þess vegna koma viðskiptavinirnir og hafa gert í 20 ár. Ég hef heldur ekki heyrt að framleiðendur neiti að selja Fjarðarkaupum eða Melabúðinni vörur. Reyndar sé ég ekki betur en þessi fyrirtæki lifi bara góðu lífi á markaðnum hlið við hlið. Fjölmargir landsbyggðarmenn hafa í gegnum tíðina óskað eftir því að fá Bónus í sína heimabyggð. Viðskiptavinirnir vilja sem sagt stækka fyrirtækið, en ákveðinn sérhagsmunahópur minnka það. Af hverju skyldi það vera? Er það stjórnvalda að minnka fyrirtæki með handafli, fyrirtæki sem nýtur velgengni og nýtur trausts viðskiptavina sinna? Hvernig ætti annars að framkvæma slíkt? Með því að loka á fimmtudögum, eins og Ríkissjónvarpið gerði á síðustu öld? Að loka Bónus á Ísafirði? Að útiloka fjórða hvern viðskiptavin frá Bónus? Nei, leyfum neytendum að ráða, hvar þeir gera sín innkaup hér eftir sem hingað til. Ég mun standa við mitt gagnvart viðskiptavinunum. Höfundur er stofnandi Bónuss.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun