Viðskiptavinir hafa byggt upp Bónus Jóhannes Jónsson skrifar 15. október 2009 06:00 Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með umræðunni um Bónus undanfarna daga. Hver á fætur öðrum koma þeir embættismennirnir og lýsa óánægju sinni með fyrirtækið. Það þurfi að fylgjast með eigendunum. Það þurfi að fylgjast með hvar þeir kaupi inn vöruna. Það þurfi að fylgjast með hvernig þeir verðleggja vöruna. Það þurfi að fylgjast með hver selur hverjum hvað. Það þurfi að fylgjast með hvernig keppinautunum reiðir af í samkeppninni við Bónus og svo framvegis. Óánægjan er alveg að fara með þessa menn. Nú er ég búinn að reka Bónus í 20 ár og ég kannast ekki við þessa óánægju viðskiptavina minna. Þvert á móti. Bónus hefur aldrei gengið betur, enda er okkar leiðarljós og hefur alltaf verið að selja vöruna á lægra verði en aðrir. Við komum inn á markaðinn með nýja viðskiptahætti og fækkuðum milliliðum til hagsbóta fyrir neytendur. Við höfum lagt áherslu á hagkvæmni í rekstri og aldrei hefur verið vikið frá þeim meginreglum, sem settar voru á fyrsta degi. Á þessum tveimur áratugum hefur hlutur matvöru í ráðstöfunartekjum heimilanna farið úr tæpum 24% í um 12%. Ég er þakklátur fyrir þann stuðning sem við höfum fengið frá viðskiptavinunum alla tíð, og fáum enn. Bónus hefur vaxið vegna viðskiptavinanna. Þeir hafa verið ánægðir og þeir hafa byggt upp fyrirtækið. Traust milli viðskiptavinanna og fyrirtækisins er galdurinn. Þetta traust er mikilvægasta eign Bónuss. Við höfum líka verið svo lánsöm að hafa haft á að skipa frábæru starfsfólki, sem margt hvert hefur starfað hjá okkur frá fyrsta degi. Það er okkur óendanlega mikilvægt. Aukin viðskipti hafa skilað stærðarhagkvæmni, sem hefur gert Bónus mögulegt að selja matvöru á sama verði um land allt. Þegar við vorum að byrja var vöruverð á Ísafirði um 40% hærra en á höfuðborgarsvæðinu. Nú njóta Vestfirðingar sama verðs í Bónus og höfuðborgarbúar. Sem betur fer ræður fólk því, hvar það kaupir í matinn og enginn er dreginn nauðugur inn í Bónus. Bónus hefur einfaldlega ódýrari vörur að bjóða og þess vegna koma viðskiptavinirnir og hafa gert í 20 ár. Ég hef heldur ekki heyrt að framleiðendur neiti að selja Fjarðarkaupum eða Melabúðinni vörur. Reyndar sé ég ekki betur en þessi fyrirtæki lifi bara góðu lífi á markaðnum hlið við hlið. Fjölmargir landsbyggðarmenn hafa í gegnum tíðina óskað eftir því að fá Bónus í sína heimabyggð. Viðskiptavinirnir vilja sem sagt stækka fyrirtækið, en ákveðinn sérhagsmunahópur minnka það. Af hverju skyldi það vera? Er það stjórnvalda að minnka fyrirtæki með handafli, fyrirtæki sem nýtur velgengni og nýtur trausts viðskiptavina sinna? Hvernig ætti annars að framkvæma slíkt? Með því að loka á fimmtudögum, eins og Ríkissjónvarpið gerði á síðustu öld? Að loka Bónus á Ísafirði? Að útiloka fjórða hvern viðskiptavin frá Bónus? Nei, leyfum neytendum að ráða, hvar þeir gera sín innkaup hér eftir sem hingað til. Ég mun standa við mitt gagnvart viðskiptavinunum. Höfundur er stofnandi Bónuss. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með umræðunni um Bónus undanfarna daga. Hver á fætur öðrum koma þeir embættismennirnir og lýsa óánægju sinni með fyrirtækið. Það þurfi að fylgjast með eigendunum. Það þurfi að fylgjast með hvar þeir kaupi inn vöruna. Það þurfi að fylgjast með hvernig þeir verðleggja vöruna. Það þurfi að fylgjast með hver selur hverjum hvað. Það þurfi að fylgjast með hvernig keppinautunum reiðir af í samkeppninni við Bónus og svo framvegis. Óánægjan er alveg að fara með þessa menn. Nú er ég búinn að reka Bónus í 20 ár og ég kannast ekki við þessa óánægju viðskiptavina minna. Þvert á móti. Bónus hefur aldrei gengið betur, enda er okkar leiðarljós og hefur alltaf verið að selja vöruna á lægra verði en aðrir. Við komum inn á markaðinn með nýja viðskiptahætti og fækkuðum milliliðum til hagsbóta fyrir neytendur. Við höfum lagt áherslu á hagkvæmni í rekstri og aldrei hefur verið vikið frá þeim meginreglum, sem settar voru á fyrsta degi. Á þessum tveimur áratugum hefur hlutur matvöru í ráðstöfunartekjum heimilanna farið úr tæpum 24% í um 12%. Ég er þakklátur fyrir þann stuðning sem við höfum fengið frá viðskiptavinunum alla tíð, og fáum enn. Bónus hefur vaxið vegna viðskiptavinanna. Þeir hafa verið ánægðir og þeir hafa byggt upp fyrirtækið. Traust milli viðskiptavinanna og fyrirtækisins er galdurinn. Þetta traust er mikilvægasta eign Bónuss. Við höfum líka verið svo lánsöm að hafa haft á að skipa frábæru starfsfólki, sem margt hvert hefur starfað hjá okkur frá fyrsta degi. Það er okkur óendanlega mikilvægt. Aukin viðskipti hafa skilað stærðarhagkvæmni, sem hefur gert Bónus mögulegt að selja matvöru á sama verði um land allt. Þegar við vorum að byrja var vöruverð á Ísafirði um 40% hærra en á höfuðborgarsvæðinu. Nú njóta Vestfirðingar sama verðs í Bónus og höfuðborgarbúar. Sem betur fer ræður fólk því, hvar það kaupir í matinn og enginn er dreginn nauðugur inn í Bónus. Bónus hefur einfaldlega ódýrari vörur að bjóða og þess vegna koma viðskiptavinirnir og hafa gert í 20 ár. Ég hef heldur ekki heyrt að framleiðendur neiti að selja Fjarðarkaupum eða Melabúðinni vörur. Reyndar sé ég ekki betur en þessi fyrirtæki lifi bara góðu lífi á markaðnum hlið við hlið. Fjölmargir landsbyggðarmenn hafa í gegnum tíðina óskað eftir því að fá Bónus í sína heimabyggð. Viðskiptavinirnir vilja sem sagt stækka fyrirtækið, en ákveðinn sérhagsmunahópur minnka það. Af hverju skyldi það vera? Er það stjórnvalda að minnka fyrirtæki með handafli, fyrirtæki sem nýtur velgengni og nýtur trausts viðskiptavina sinna? Hvernig ætti annars að framkvæma slíkt? Með því að loka á fimmtudögum, eins og Ríkissjónvarpið gerði á síðustu öld? Að loka Bónus á Ísafirði? Að útiloka fjórða hvern viðskiptavin frá Bónus? Nei, leyfum neytendum að ráða, hvar þeir gera sín innkaup hér eftir sem hingað til. Ég mun standa við mitt gagnvart viðskiptavinunum. Höfundur er stofnandi Bónuss.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar