Viðskipti innlent

Hlutabréf hækkuðu um 1,72% í talsverðum viðskiptum

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,72% í rúmlega 173 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Stendur vísitalan nú í 785,26 stigum.

Bakkavör rauk upp um 8,42% og stendur gengi félagsins nú í 1,03 krónum á hlut. Össur hækkaði um 3,39%, Marel hækkaði um 3,14% og Century Aluminium hækkaði um 2,59%. Icelandair Group lækkaði hins vegar um 2,5% í viðskiptum dagsins.

Mest viðskipti voru með bréf Össurar eða fyrir rúmar 106 milljónir króna.

Skuldabréfavelta nam rúmlega 16,5 milljörðum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×