Viðskipti innlent

Krónan hefur styrkst um 0,3% í dag

Gengi krónunnar hefur hækkað um 0,3% í dag og stendur gengisvísitalan í 237,4 stigum.

Gengi evrunnar er 182,9, dollarinn stendur í 128 krónum, pundið kostar 211 krónur og gengi dönsku krónunnar stendur í 24,57 krónum samkvæmt gjaldeyrisborði Íslandsbanka.

Nú er rétt rúmur hálftími í lokun gjaldeyrismarkaðarins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×