Skuldir og ábyrgðarleysi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 21. ágúst 2009 03:00 Hver vill ekki lækka skuldir sínar á tímum hækkandi höfuðstóls, minnkandi tekna og lækkandi eignaverðs? Við aðstæður sem þessar verða þau sem ábyrgð bera á stjórn ríkisins að stíga varlega til jarðar og lofa ekki meiru en hægt er að standa við. Annað er ábyrgðarleysi. Þetta sjónarmið á Guðmundur Steingrímsson greinilega erfitt með að skilja. Ríkisstjórnin hefur í sínum aðgerðum lagt áherslu á að aðstoða fólk í greiðsluvanda, m.a. vegna tekjutaps og hækkandi greiðslubyrði. Hér er það greiðslugetan sem skiptir máli. Í vor voru einnig sett lög um greiðsluaðlögun sem m.a. felur í sér niðurfellingu skulda. Framsóknarflokkurinn hefur boðað almenna 20% niðurfellingu skulda einstaklinga og fyrirtækja. Þessi almenna töfralausn átti þess utan ekki að kosta neitt! Gallinn við þessar tillögur blasir við: Sum fyrirtæki og einstaklingar þurfa meira en 20% niðurfellingu skulda á meðan aðrir þurfa minna eða alls ekkert. Það er ljóst að bankarnir hafa afskrifað og munu á næstu misserum afskrifa mikið af skuldum, en getan til afskrifta er takmörkuð og því nauðsynlegt að nýta hana með skynsamlegum hætti. Það er því ekki annað en ódýrt mælskubragð af hálfu Guðmundar að gefa í skyn að ríkisstjórnin leggist „gegn því að afföll fasteignalána renni til íslenskra heimila“. Alvarlegasti annmarkinn á tillögum Framsóknarflokksins er þó sá að hafa aldrei útskýrt hvernig ætti að fjármagna almenna niðurfærslu á lánum Íbúðalánasjóðs, lífeyrissjóðanna eða Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Ég skora hér með á Guðmund að hætta nú gasprinu og útskýra hvar hann ætlar að sækja fjármagn til almennrar niðurfærslu hjá þessum aðilum. Þegar hann hefur útskýrt það getur hann sakað mig um skilningsleysi. Fyrr ekki. Stjórnarflokkarnir leggja áherslu á að vinna á skuldavanda heimilanna. Staðan er erfiðust hjá þeim sem eru með gengisbundin lán og þeim sem fjárfestu í húsnæði á hátindi eignabólunnar og áttu lítið eigið fé. Það tekur tíma að leysa þennan vanda en skilningsleysi stjórnvalda er ekki fyrirstaðan. Höfundur er þingkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Hver vill ekki lækka skuldir sínar á tímum hækkandi höfuðstóls, minnkandi tekna og lækkandi eignaverðs? Við aðstæður sem þessar verða þau sem ábyrgð bera á stjórn ríkisins að stíga varlega til jarðar og lofa ekki meiru en hægt er að standa við. Annað er ábyrgðarleysi. Þetta sjónarmið á Guðmundur Steingrímsson greinilega erfitt með að skilja. Ríkisstjórnin hefur í sínum aðgerðum lagt áherslu á að aðstoða fólk í greiðsluvanda, m.a. vegna tekjutaps og hækkandi greiðslubyrði. Hér er það greiðslugetan sem skiptir máli. Í vor voru einnig sett lög um greiðsluaðlögun sem m.a. felur í sér niðurfellingu skulda. Framsóknarflokkurinn hefur boðað almenna 20% niðurfellingu skulda einstaklinga og fyrirtækja. Þessi almenna töfralausn átti þess utan ekki að kosta neitt! Gallinn við þessar tillögur blasir við: Sum fyrirtæki og einstaklingar þurfa meira en 20% niðurfellingu skulda á meðan aðrir þurfa minna eða alls ekkert. Það er ljóst að bankarnir hafa afskrifað og munu á næstu misserum afskrifa mikið af skuldum, en getan til afskrifta er takmörkuð og því nauðsynlegt að nýta hana með skynsamlegum hætti. Það er því ekki annað en ódýrt mælskubragð af hálfu Guðmundar að gefa í skyn að ríkisstjórnin leggist „gegn því að afföll fasteignalána renni til íslenskra heimila“. Alvarlegasti annmarkinn á tillögum Framsóknarflokksins er þó sá að hafa aldrei útskýrt hvernig ætti að fjármagna almenna niðurfærslu á lánum Íbúðalánasjóðs, lífeyrissjóðanna eða Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Ég skora hér með á Guðmund að hætta nú gasprinu og útskýra hvar hann ætlar að sækja fjármagn til almennrar niðurfærslu hjá þessum aðilum. Þegar hann hefur útskýrt það getur hann sakað mig um skilningsleysi. Fyrr ekki. Stjórnarflokkarnir leggja áherslu á að vinna á skuldavanda heimilanna. Staðan er erfiðust hjá þeim sem eru með gengisbundin lán og þeim sem fjárfestu í húsnæði á hátindi eignabólunnar og áttu lítið eigið fé. Það tekur tíma að leysa þennan vanda en skilningsleysi stjórnvalda er ekki fyrirstaðan. Höfundur er þingkona.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun