Ekkert lát á veikingu krónunnar Gunnar Örn Jónsson skrifar 21. ágúst 2009 12:16 Gengi krónunnar hefur lækkað um 0,5% í morgun og bætist sú lækkun við talsverða lækkun síðustu daga. Í gær lækkaði gengi krónunnar um 0,7% og hefur krónan nú lækkað um 2,9% frá því á föstudaginn. Lokagildi krónunnar í gær var það lægsta á árinu. Viðskiptin í morgun hafa verið fremur lítil líkt og undanfarna daga og vikur. Evran kostar núna 184,1 krónur og hefur ekki verið dýrari á árinu. Dollarinn stendur í 128,5 krónum. Greiningardeild Íslandsbanka segir í Morgunkorni sínu að gjaldeyrishöft, afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum við útlönd, háir innlendir vextir og inngrip Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði hafa ekki náð því að styrkja gengi krónunnar undanfarið. „Ákveðinn stöðugleiki náðist í sumar einfaldlega vegna þess að þá lágu viðskipti niðri að mestu og Seðlabankinn var afar duglegur við inngripin. Nú er hins vegar byrjað að kvarnast úr krónunni aftur og er það áhyggjuefni í ljósi stöðu íslenskra fyrirtækja og heimila sem varla þola mikla gengislækkun til viðbótar við það sem orðið er. Gengislækkunin lýsir þeirri vantrú sem er á myntinni," segir í Morgunkorninu. Ætlunin er að fleyta krónunni á næstunni en ljóst er að talsverð vinna er eftir í því að byggja upp það traust á gjaldmiðlinum sem þörf er á til þess að krónan veikist ekki umtalsvert til viðbótar í kjölfar flots. Seðlabankinn greip inn í gjaldeyrismarkaðinn síðastliðinn miðvikudag og keypti þá í tvígang krónur fyrir gjaldeyri. Bankinn hefur ekki átt fleiri viðskipti á markaðinum í vikunni. Seðlabankinn hefur reyndar fremur lítið gripið inn í markaðinn í þessum mánuði. Eru inngripin orðin þrjú í samanburði við tíu í júlí og nítján í júní. Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Gengi krónunnar hefur lækkað um 0,5% í morgun og bætist sú lækkun við talsverða lækkun síðustu daga. Í gær lækkaði gengi krónunnar um 0,7% og hefur krónan nú lækkað um 2,9% frá því á föstudaginn. Lokagildi krónunnar í gær var það lægsta á árinu. Viðskiptin í morgun hafa verið fremur lítil líkt og undanfarna daga og vikur. Evran kostar núna 184,1 krónur og hefur ekki verið dýrari á árinu. Dollarinn stendur í 128,5 krónum. Greiningardeild Íslandsbanka segir í Morgunkorni sínu að gjaldeyrishöft, afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum við útlönd, háir innlendir vextir og inngrip Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði hafa ekki náð því að styrkja gengi krónunnar undanfarið. „Ákveðinn stöðugleiki náðist í sumar einfaldlega vegna þess að þá lágu viðskipti niðri að mestu og Seðlabankinn var afar duglegur við inngripin. Nú er hins vegar byrjað að kvarnast úr krónunni aftur og er það áhyggjuefni í ljósi stöðu íslenskra fyrirtækja og heimila sem varla þola mikla gengislækkun til viðbótar við það sem orðið er. Gengislækkunin lýsir þeirri vantrú sem er á myntinni," segir í Morgunkorninu. Ætlunin er að fleyta krónunni á næstunni en ljóst er að talsverð vinna er eftir í því að byggja upp það traust á gjaldmiðlinum sem þörf er á til þess að krónan veikist ekki umtalsvert til viðbótar í kjölfar flots. Seðlabankinn greip inn í gjaldeyrismarkaðinn síðastliðinn miðvikudag og keypti þá í tvígang krónur fyrir gjaldeyri. Bankinn hefur ekki átt fleiri viðskipti á markaðinum í vikunni. Seðlabankinn hefur reyndar fremur lítið gripið inn í markaðinn í þessum mánuði. Eru inngripin orðin þrjú í samanburði við tíu í júlí og nítján í júní.
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira