Viðskipti innlent

Fóðurblandan hækkar verð á tilbúnu fóðri

Fóðurblandan mun hækka allt tilbúið fóður um allt að 4% en þó misjafnt eftir tegundum. Hækkunin tekur í gildi þann 24. ágúst næstkomandi og er helsta ástæðan hækkun á aðkeyptum hráefnum erlendis frá og veikt gengi íslensku krónunnar.

Allt fóður sem fyrirtækið selur er íslensk framleiðsla en fyrirtækið notar til sinnar framleiðslu innlend hráefni ásamt innfluttu hráefni frá Evrópu og Ameríku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×