Viðskipti innlent

Lífeyrissjóðirnir: Framtakssjóður Íslands stofnaður í dag

Fjárfestingarsjóður lífeyrissjóðanna verður stofnaður í dag og mun bera heitið Framtalssjóður Íslands. Stofnfundurinn verður haldinn í Reykjavík og eftir hann verður efnt til blaðamannafundar þar sem sjóðurinn verður kynntur sem og fyrsta stjórn hans.

Arnar Sigurmundsson formaður Landssambands lífeyrissjóðanna varðist frétta af sjóðnum í morgun og sagði að málin yrðu skýrð seinna í dag. Hinsvegar kom fram í máli hans að mikill meirihluti starfandi lífeyrissjóða landsins ættu aðild að Framtakssjóði Íslands.

Eins og fram hefur komið í fréttum voru uppi áætlanir um að stærð þessa sjóðs lífeyrissjóðanna yrði í kringum 50 milljarðar kr. Arnar segir að sú upphæð verði lægri nú við stofnunina en vísar frekari spurningum um umfang sjóðsins til fundarins í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×