Greining: Um 7,5% samdráttur í landsframleiðslu á árinu 8. desember 2009 08:22 Greining Arion banka telur að samdráttur í landsframleiðslu landsins í heild á þessu ári muni nema um 7,5%. Eins og fram kom í fréttum í gærdag dróst landsframleiðsla á fyrstu þremur fjórðungum ársins saman um 6% frá sama tímabili í fyrra.Fjallað er um málið í Markaðspunktum greiningarinnar. Þar segir að hagvaxtartölurnar gefa vísbendingu um að einkaneyslan dragist minna saman á þessu ári en spáð hafði verið. Að sama skapi stefnir allt í að samdráttur landsframleiðslu verði minni en spár Seðlabankans og fjármálaráðuneytisins gera ráð fyrir. Gangi þetta eftir batna forsendur fjárlaga ríkisstjórnarinnar nokkuð fyrir vikið.„Minni slaki í þjóðarbúinu gæti skapað hættu á því að verðbólgan gangi hægar niður en Seðlabankinn hafði vonast til. Við teljum að hinar nýbirtu hagvaxtartölur skjóti frekari stoðum undir þá skoðun okkar að aðhald verði óbreytt á næst fundi bankans. Við teljum þó að aðrir þættir svo sem gengi krónunnar og verðbólguþróun skipti mestu máli fyrir vaxtaákvarðanir bankans í augnablikinu," segir í Markaðspunktnum.Greiningin segir að ýmislegt fleira áhugavert megi lesa úr nýbirtum hagvaxtartölum. Á sama tíma og þjóðarútgjöld hafa dregist saman um 21% á fyrstu níu mánuðum ársins þá mælist eingöngu 6% samdráttur í landsframleiðslu. Mismunurinn endurspeglast í verulegum samdrætti innflutnings sem hefur náð að hífa upp landsframleiðsluna. Áhrif vegna þessa hverfa hins vegar nú á fjórða ársfjórðungi og verður því heldur meiri samdráttur landsframleiðslu á lokafjórðungi ársins.Einkaneysla er stærsti liður landsframleiðslunnar, með 50% hlutdeild í dag en þegar hæst lét náði hlutdeild hennar 60%. Samdráttur í einkaneyslu á þriðja ársfjórðungi 2009 mældist 13% sem er heldur minni samdráttur en mælst hefur í fjórðungunum þar á undan en á fyrstu níu mánuðum ársins mældist 18,5% samdráttur milli ára. Hér gæti því verið vísbending um ákveðinn viðsnúning, þ.e. að samdráttur einkaneyslu fari minnkandi og ekki ólíklegt að við sjáum vöxt í einkaneyslu strax á fyrsta fjórðungi næsta árs.Áfram er verulegur samdráttur í fjárfestingu, en samdráttur á fyrstu níu mánuðum ársins er í kringum 50%. Allir liðir fjárfestingar (atvinnuvegir, hið opinbera og íbúðarhúsnæði) dragast verulega saman. Í dag vegur fjárfesting í kringum 15% af landsframleiðslu en þegar stóriðjuframkvæmdir stóðu sem hæst á árunum 2006-2007 þá var hlutdeild fjárfestingar í kringum 30-40%.Algjört hrun mældist í innflutningi á fjórða ársfjórðungi 2008 og hefur innflutningur haldist á því stigi það sem af er ári. Því hefur gríðarlegur samdráttur innflutnings mælst milli ára að undanförnu, jafnvel þótt breytingin milli fjórðunga hafi verið jákvæð að meðaltali.Á næsta fjórðungi má hinsvegar gera ráð fyrir vexti innflutnings milli ára þar sem fyrrnefnd áhrif detta út úr mælingunni. Þetta hefur neikvæð nettó áhrif á utanríkisviðskiptin og þar með neikvæð áhrif á mældan hagvöxt. Því má gera ráð fyrir að samdráttur landsframleiðslu á fjórða ársfjórðungi 2009 fari upp í tveggja stafa prósentutölu. Mest lesið Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Greining Arion banka telur að samdráttur í landsframleiðslu landsins í heild á þessu ári muni nema um 7,5%. Eins og fram kom í fréttum í gærdag dróst landsframleiðsla á fyrstu þremur fjórðungum ársins saman um 6% frá sama tímabili í fyrra.Fjallað er um málið í Markaðspunktum greiningarinnar. Þar segir að hagvaxtartölurnar gefa vísbendingu um að einkaneyslan dragist minna saman á þessu ári en spáð hafði verið. Að sama skapi stefnir allt í að samdráttur landsframleiðslu verði minni en spár Seðlabankans og fjármálaráðuneytisins gera ráð fyrir. Gangi þetta eftir batna forsendur fjárlaga ríkisstjórnarinnar nokkuð fyrir vikið.„Minni slaki í þjóðarbúinu gæti skapað hættu á því að verðbólgan gangi hægar niður en Seðlabankinn hafði vonast til. Við teljum að hinar nýbirtu hagvaxtartölur skjóti frekari stoðum undir þá skoðun okkar að aðhald verði óbreytt á næst fundi bankans. Við teljum þó að aðrir þættir svo sem gengi krónunnar og verðbólguþróun skipti mestu máli fyrir vaxtaákvarðanir bankans í augnablikinu," segir í Markaðspunktnum.Greiningin segir að ýmislegt fleira áhugavert megi lesa úr nýbirtum hagvaxtartölum. Á sama tíma og þjóðarútgjöld hafa dregist saman um 21% á fyrstu níu mánuðum ársins þá mælist eingöngu 6% samdráttur í landsframleiðslu. Mismunurinn endurspeglast í verulegum samdrætti innflutnings sem hefur náð að hífa upp landsframleiðsluna. Áhrif vegna þessa hverfa hins vegar nú á fjórða ársfjórðungi og verður því heldur meiri samdráttur landsframleiðslu á lokafjórðungi ársins.Einkaneysla er stærsti liður landsframleiðslunnar, með 50% hlutdeild í dag en þegar hæst lét náði hlutdeild hennar 60%. Samdráttur í einkaneyslu á þriðja ársfjórðungi 2009 mældist 13% sem er heldur minni samdráttur en mælst hefur í fjórðungunum þar á undan en á fyrstu níu mánuðum ársins mældist 18,5% samdráttur milli ára. Hér gæti því verið vísbending um ákveðinn viðsnúning, þ.e. að samdráttur einkaneyslu fari minnkandi og ekki ólíklegt að við sjáum vöxt í einkaneyslu strax á fyrsta fjórðungi næsta árs.Áfram er verulegur samdráttur í fjárfestingu, en samdráttur á fyrstu níu mánuðum ársins er í kringum 50%. Allir liðir fjárfestingar (atvinnuvegir, hið opinbera og íbúðarhúsnæði) dragast verulega saman. Í dag vegur fjárfesting í kringum 15% af landsframleiðslu en þegar stóriðjuframkvæmdir stóðu sem hæst á árunum 2006-2007 þá var hlutdeild fjárfestingar í kringum 30-40%.Algjört hrun mældist í innflutningi á fjórða ársfjórðungi 2008 og hefur innflutningur haldist á því stigi það sem af er ári. Því hefur gríðarlegur samdráttur innflutnings mælst milli ára að undanförnu, jafnvel þótt breytingin milli fjórðunga hafi verið jákvæð að meðaltali.Á næsta fjórðungi má hinsvegar gera ráð fyrir vexti innflutnings milli ára þar sem fyrrnefnd áhrif detta út úr mælingunni. Þetta hefur neikvæð nettó áhrif á utanríkisviðskiptin og þar með neikvæð áhrif á mældan hagvöxt. Því má gera ráð fyrir að samdráttur landsframleiðslu á fjórða ársfjórðungi 2009 fari upp í tveggja stafa prósentutölu.
Mest lesið Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur