Greining: Um 7,5% samdráttur í landsframleiðslu á árinu 8. desember 2009 08:22 Greining Arion banka telur að samdráttur í landsframleiðslu landsins í heild á þessu ári muni nema um 7,5%. Eins og fram kom í fréttum í gærdag dróst landsframleiðsla á fyrstu þremur fjórðungum ársins saman um 6% frá sama tímabili í fyrra.Fjallað er um málið í Markaðspunktum greiningarinnar. Þar segir að hagvaxtartölurnar gefa vísbendingu um að einkaneyslan dragist minna saman á þessu ári en spáð hafði verið. Að sama skapi stefnir allt í að samdráttur landsframleiðslu verði minni en spár Seðlabankans og fjármálaráðuneytisins gera ráð fyrir. Gangi þetta eftir batna forsendur fjárlaga ríkisstjórnarinnar nokkuð fyrir vikið.„Minni slaki í þjóðarbúinu gæti skapað hættu á því að verðbólgan gangi hægar niður en Seðlabankinn hafði vonast til. Við teljum að hinar nýbirtu hagvaxtartölur skjóti frekari stoðum undir þá skoðun okkar að aðhald verði óbreytt á næst fundi bankans. Við teljum þó að aðrir þættir svo sem gengi krónunnar og verðbólguþróun skipti mestu máli fyrir vaxtaákvarðanir bankans í augnablikinu," segir í Markaðspunktnum.Greiningin segir að ýmislegt fleira áhugavert megi lesa úr nýbirtum hagvaxtartölum. Á sama tíma og þjóðarútgjöld hafa dregist saman um 21% á fyrstu níu mánuðum ársins þá mælist eingöngu 6% samdráttur í landsframleiðslu. Mismunurinn endurspeglast í verulegum samdrætti innflutnings sem hefur náð að hífa upp landsframleiðsluna. Áhrif vegna þessa hverfa hins vegar nú á fjórða ársfjórðungi og verður því heldur meiri samdráttur landsframleiðslu á lokafjórðungi ársins.Einkaneysla er stærsti liður landsframleiðslunnar, með 50% hlutdeild í dag en þegar hæst lét náði hlutdeild hennar 60%. Samdráttur í einkaneyslu á þriðja ársfjórðungi 2009 mældist 13% sem er heldur minni samdráttur en mælst hefur í fjórðungunum þar á undan en á fyrstu níu mánuðum ársins mældist 18,5% samdráttur milli ára. Hér gæti því verið vísbending um ákveðinn viðsnúning, þ.e. að samdráttur einkaneyslu fari minnkandi og ekki ólíklegt að við sjáum vöxt í einkaneyslu strax á fyrsta fjórðungi næsta árs.Áfram er verulegur samdráttur í fjárfestingu, en samdráttur á fyrstu níu mánuðum ársins er í kringum 50%. Allir liðir fjárfestingar (atvinnuvegir, hið opinbera og íbúðarhúsnæði) dragast verulega saman. Í dag vegur fjárfesting í kringum 15% af landsframleiðslu en þegar stóriðjuframkvæmdir stóðu sem hæst á árunum 2006-2007 þá var hlutdeild fjárfestingar í kringum 30-40%.Algjört hrun mældist í innflutningi á fjórða ársfjórðungi 2008 og hefur innflutningur haldist á því stigi það sem af er ári. Því hefur gríðarlegur samdráttur innflutnings mælst milli ára að undanförnu, jafnvel þótt breytingin milli fjórðunga hafi verið jákvæð að meðaltali.Á næsta fjórðungi má hinsvegar gera ráð fyrir vexti innflutnings milli ára þar sem fyrrnefnd áhrif detta út úr mælingunni. Þetta hefur neikvæð nettó áhrif á utanríkisviðskiptin og þar með neikvæð áhrif á mældan hagvöxt. Því má gera ráð fyrir að samdráttur landsframleiðslu á fjórða ársfjórðungi 2009 fari upp í tveggja stafa prósentutölu. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Greining Arion banka telur að samdráttur í landsframleiðslu landsins í heild á þessu ári muni nema um 7,5%. Eins og fram kom í fréttum í gærdag dróst landsframleiðsla á fyrstu þremur fjórðungum ársins saman um 6% frá sama tímabili í fyrra.Fjallað er um málið í Markaðspunktum greiningarinnar. Þar segir að hagvaxtartölurnar gefa vísbendingu um að einkaneyslan dragist minna saman á þessu ári en spáð hafði verið. Að sama skapi stefnir allt í að samdráttur landsframleiðslu verði minni en spár Seðlabankans og fjármálaráðuneytisins gera ráð fyrir. Gangi þetta eftir batna forsendur fjárlaga ríkisstjórnarinnar nokkuð fyrir vikið.„Minni slaki í þjóðarbúinu gæti skapað hættu á því að verðbólgan gangi hægar niður en Seðlabankinn hafði vonast til. Við teljum að hinar nýbirtu hagvaxtartölur skjóti frekari stoðum undir þá skoðun okkar að aðhald verði óbreytt á næst fundi bankans. Við teljum þó að aðrir þættir svo sem gengi krónunnar og verðbólguþróun skipti mestu máli fyrir vaxtaákvarðanir bankans í augnablikinu," segir í Markaðspunktnum.Greiningin segir að ýmislegt fleira áhugavert megi lesa úr nýbirtum hagvaxtartölum. Á sama tíma og þjóðarútgjöld hafa dregist saman um 21% á fyrstu níu mánuðum ársins þá mælist eingöngu 6% samdráttur í landsframleiðslu. Mismunurinn endurspeglast í verulegum samdrætti innflutnings sem hefur náð að hífa upp landsframleiðsluna. Áhrif vegna þessa hverfa hins vegar nú á fjórða ársfjórðungi og verður því heldur meiri samdráttur landsframleiðslu á lokafjórðungi ársins.Einkaneysla er stærsti liður landsframleiðslunnar, með 50% hlutdeild í dag en þegar hæst lét náði hlutdeild hennar 60%. Samdráttur í einkaneyslu á þriðja ársfjórðungi 2009 mældist 13% sem er heldur minni samdráttur en mælst hefur í fjórðungunum þar á undan en á fyrstu níu mánuðum ársins mældist 18,5% samdráttur milli ára. Hér gæti því verið vísbending um ákveðinn viðsnúning, þ.e. að samdráttur einkaneyslu fari minnkandi og ekki ólíklegt að við sjáum vöxt í einkaneyslu strax á fyrsta fjórðungi næsta árs.Áfram er verulegur samdráttur í fjárfestingu, en samdráttur á fyrstu níu mánuðum ársins er í kringum 50%. Allir liðir fjárfestingar (atvinnuvegir, hið opinbera og íbúðarhúsnæði) dragast verulega saman. Í dag vegur fjárfesting í kringum 15% af landsframleiðslu en þegar stóriðjuframkvæmdir stóðu sem hæst á árunum 2006-2007 þá var hlutdeild fjárfestingar í kringum 30-40%.Algjört hrun mældist í innflutningi á fjórða ársfjórðungi 2008 og hefur innflutningur haldist á því stigi það sem af er ári. Því hefur gríðarlegur samdráttur innflutnings mælst milli ára að undanförnu, jafnvel þótt breytingin milli fjórðunga hafi verið jákvæð að meðaltali.Á næsta fjórðungi má hinsvegar gera ráð fyrir vexti innflutnings milli ára þar sem fyrrnefnd áhrif detta út úr mælingunni. Þetta hefur neikvæð nettó áhrif á utanríkisviðskiptin og þar með neikvæð áhrif á mældan hagvöxt. Því má gera ráð fyrir að samdráttur landsframleiðslu á fjórða ársfjórðungi 2009 fari upp í tveggja stafa prósentutölu.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira