Togarinn Júlíus: Aflaverðmætið 24 milljarðar á 20 árum 23. nóvember 2009 08:07 Þeir Ómar og Einar Valur í brúnni á togaranum Júlíusi Geirmundssyni. Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf. fagnaði því í síðustu viku að tuttugu ár eru um þessar mundir liðin frá því frystitogarinn Júlíus Geirmundsson ÍS 270 kom til landsins. Á þessum tuttugu árum lætur nærri að aflaverðmæti skipsins nemi 24 milljörðum króna á núvirði. Um eitt hundrað gestir sóttu hóf sem fyrirtækið hélt til að minnast þessara tímamóta.Fjallað er um málið á vefsíðu LÍÚ. Þar segir að í ræðu sem Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins - Gunnvarar hf., flutti í tilefni dagsins lagði hann áherslu á mikilvægi þess stöðugleika í atvinnu og tekjum sem fylgdi atvinnutækjum á borð við Júlíus Geirmundsson. Í þessu samhengi er gaman að geta þess að skipstjórinn á happafleyinu Júlíusi, Ómar Ellertsson, hefur unnið hjá fyrirtækinu í 40 ár.„Árlegt aflaverðmæti skipsins lætur nærri að vera um 1200 milljónir króna á verðlagi dagsins. Þannig hefur skipið aflað um 90.000 tonna upp úr sjó á þessum tuttugu árum og heildarverðmæti afurðanna slagar í 24 milljarða króna. Það er margt hægt að gera fyrir 1200 milljóna króna árlegt aflaverðmæti. Fyrir þá upphæð mætti byggja sex leikskóla eins og Sólborg. Fyrir þessa upphæð mætti líka reka alla leikskóla, grunnskóla og menntaskóla í Ísafjarðarbæ í eitt ár," sagði Einar Valur.Hann benti á mikilvægi togararans fyrir rekstur bæjarfélagsins. „Þannig fær Ísafjarðarbær á þessu ári um fimmtíu milljónir króna í útsvarsgreiðslur af launum áhafnar skipsins. Aðrar tíu milljónir renna til hafnarsjóðs, auk beinna og óbeinna áhrifa sem fjárfesting, rekstur og neysla útgerðar og áhafnar hefur á þjónustufyrirtæki og bæjarsjóð, já og reyndar samfélagið allt. Margfeldisáhrifin eru mikil."Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf. byggir á gömlum merg. Hraðfrystihúsið hf. í Hnífsdal var stofnað árið 1941 og Gunnvör hf. árið 1955. Fyrirtækin sameinuðust fyrir tíu árum. Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf. gerir auk Júlíus Geirmundssonar, út ísfisktogaranna Pál Pálsson ÍS 102 og Stefni ÍS 28.Fyrirtækið rekur fiskvinnslu í Hnífsdal og á Ísafirði, umfangsmikið þorskeldi víða í Ísafjarðardjúpi og lifrarniðursuðu í Súðavík. Starfsmenn til sjós og lands eru ríflega 200 í 140 stöðugildum. Fyrirtækið er að stærstum í eigu fjölskyldna sem eiga rætur sínar í þessum félögum. Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Fleiri fréttir Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Sjá meira
Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf. fagnaði því í síðustu viku að tuttugu ár eru um þessar mundir liðin frá því frystitogarinn Júlíus Geirmundsson ÍS 270 kom til landsins. Á þessum tuttugu árum lætur nærri að aflaverðmæti skipsins nemi 24 milljörðum króna á núvirði. Um eitt hundrað gestir sóttu hóf sem fyrirtækið hélt til að minnast þessara tímamóta.Fjallað er um málið á vefsíðu LÍÚ. Þar segir að í ræðu sem Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins - Gunnvarar hf., flutti í tilefni dagsins lagði hann áherslu á mikilvægi þess stöðugleika í atvinnu og tekjum sem fylgdi atvinnutækjum á borð við Júlíus Geirmundsson. Í þessu samhengi er gaman að geta þess að skipstjórinn á happafleyinu Júlíusi, Ómar Ellertsson, hefur unnið hjá fyrirtækinu í 40 ár.„Árlegt aflaverðmæti skipsins lætur nærri að vera um 1200 milljónir króna á verðlagi dagsins. Þannig hefur skipið aflað um 90.000 tonna upp úr sjó á þessum tuttugu árum og heildarverðmæti afurðanna slagar í 24 milljarða króna. Það er margt hægt að gera fyrir 1200 milljóna króna árlegt aflaverðmæti. Fyrir þá upphæð mætti byggja sex leikskóla eins og Sólborg. Fyrir þessa upphæð mætti líka reka alla leikskóla, grunnskóla og menntaskóla í Ísafjarðarbæ í eitt ár," sagði Einar Valur.Hann benti á mikilvægi togararans fyrir rekstur bæjarfélagsins. „Þannig fær Ísafjarðarbær á þessu ári um fimmtíu milljónir króna í útsvarsgreiðslur af launum áhafnar skipsins. Aðrar tíu milljónir renna til hafnarsjóðs, auk beinna og óbeinna áhrifa sem fjárfesting, rekstur og neysla útgerðar og áhafnar hefur á þjónustufyrirtæki og bæjarsjóð, já og reyndar samfélagið allt. Margfeldisáhrifin eru mikil."Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf. byggir á gömlum merg. Hraðfrystihúsið hf. í Hnífsdal var stofnað árið 1941 og Gunnvör hf. árið 1955. Fyrirtækin sameinuðust fyrir tíu árum. Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf. gerir auk Júlíus Geirmundssonar, út ísfisktogaranna Pál Pálsson ÍS 102 og Stefni ÍS 28.Fyrirtækið rekur fiskvinnslu í Hnífsdal og á Ísafirði, umfangsmikið þorskeldi víða í Ísafjarðardjúpi og lifrarniðursuðu í Súðavík. Starfsmenn til sjós og lands eru ríflega 200 í 140 stöðugildum. Fyrirtækið er að stærstum í eigu fjölskyldna sem eiga rætur sínar í þessum félögum.
Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Fleiri fréttir Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Sjá meira