Enski boltinn

Kuyt skaut Liverpool á toppinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Alonso fagnar hér marki sínu í dag.
Alonso fagnar hér marki sínu í dag. Nordic Photos/Getty Images

Fullskipað lið Liverpool lenti í bullandi vandræðum með tíu leikmenn Hull í dag. Dirk Kuyt kom aftur á móti Liverpool til bjargar og sá til þess að Liverpool er enn með í baráttunni um titilinn.

Caleb Folan var vikið af velli í stöðunni 0-1 fyrir Liverpool þegar hann sparkaði í Martin Skrtel í einhverju pirringskasti. Skömmu síðar kom Kuyt Liverpool í 0-2.

Leikmenn Hull gáfust ekki upp. Geovanni minnkaði muninn og það lá talsvert á Liverpool þegar Kuyt skoraði þriðja markið og kláraði leikinn. Skömmu áður hafði Benitez, stjóri Liverpool, tekið sóknarmann af velli fyrir varnarmann.

Liverpool því komið á toppinn en Man. Utd á að spila gegn Spurs á eftir og getur þá endurheimt toppsætið.

Úrslit dagsins:

Hull-Liverpool 1-3

0-1 Xabi Alonso (45.), 0-2 Dirk Kuyt (63.), 1-2 Geovanni (73.), 1-3 Dirk Kuyt (89.)

Bolton-Aston Villa 1-1

0-1 Ashley Young (43.), 1-1 Tamir Cohen (60.)

Everton-Man. City 1-2

0-1 Robinho (35.), 0-2 Stephen Ireland (54.), 1-2 Dan Gosling (90.).

Fulham-Stoke 1-0

1-0 Erik Nevland (29.)

WBA-Sunderland 3-0

1-0 Jonas Olsson (40.), 2-0 Chris Brunt (58.), 3-0 Juan Carlos Mensequez (88.)

West Ham-Chelsea 1-0

0-1 Salomon Kalou (55.)

Staðan í ensku deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×