Af launaþróun og skattpíningu Karólína Einarsdóttir skrifar 25. apríl 2009 06:00 Það voru sláandi fréttir sem birtust í fjölmiðlum landsins í vikunni af rannsókn á launaþróun landsmanna á þeim tíma sem Sjálfstæðisflokkurinn réð hér landi og láði. Niðurstöðurnar sýna að þeir sem hæst höfðu launin í upphafi tímabilsins hafa hækkað ellefufallt í launum. Ekki kemur fram hvað lægstu launin hafa hækkað mikið á tímabilinu en mér þykir líklegt að þau hafa u.þ.b. tvöfaldast. Þá sýna niðurstöðurnar að 10% Íslendinga tók 25% allra tekna í upphafi tímabilsins en 40% í lok tímabilsins. Þessar niðurstöður eru ólíðandi og sýna þær svart á hvítu fyrir hvaða stétt samfélagsins Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að vinna.Dulbúin skattpíningEn það er ekki nóg með að Sjálfstæðisflokkurinn hafi skapað þetta óeðlilega launaumhverfi í sinni valdatíð heldur afnam hann hátekjuskatt með öllu. Með þeim aðgerðum vann hann enn frekar að launamisréttinu. En það var ekki það eina sem gerðist. Með afnámi hátekjuskatts varð ríkissjóður af tekjum og vinna þurfti upp það tekjutap. Mörgum má vera ljóst að það var gert með aukinni gjaldheimtu og álögum hvort sem um var að ræða í almannaþjónustu eða annars staðar.Færri gera sér þó grein fyrir að þetta hefur komið verst niður á þeim sem lágar hafa tekjurnar og þurfa nú að greiða meira af lágum launum sínum fyrir nauðsynlega þjónustu. Aukin gjaldtaka og álögur eru náttúrulega ekkert annað en dulbúin skattlagning. Það má því færa rök fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi blákalt lagt á lágtekjuskatt í sinni valdatíð, þar sem lágtekjufólk borgar hlutfallslega miklu meira en hálaunafólk af tekjum sínum fyrir þjónustu á vegum ríkisins.Leiðrétting á launamisréttiVinstri græn hafa einn flokka komið með raunhæfar hugmyndir um aðgerðir til að brúa þá miklu gjá sem Sjálfstæðisflokkurinn skilur eftir sig. Þau hafa sýnt fram á að réttlátast sé að fara blandaða leið, þ.e. með auknum tekjum í ríkissjóð, t.d. í formi hátekjuskatts, og með niðurskurði í ríkisrekstrinum.Á þann hátt er hægt að vernda þær þúsundir starfa sem annars myndu tapast ef eingöngu yrði farið í niðurskurð eða „hagræðingu“ eins og Sjálfstæðisflokkurinn boðar. En hátekjuskattur er ekki eingöngu leið til að verja störf hjá hinu opinbera heldur er hann ein þeirra leiða sem geta spornað við þessari óheillaþróun í launamálum og leiðrétt það mikla launamisrétti sem hefur fengið að viðgangast í okkar samfélagi. Veljum réttlátt samfélag, veljum Vinstri græn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Það voru sláandi fréttir sem birtust í fjölmiðlum landsins í vikunni af rannsókn á launaþróun landsmanna á þeim tíma sem Sjálfstæðisflokkurinn réð hér landi og láði. Niðurstöðurnar sýna að þeir sem hæst höfðu launin í upphafi tímabilsins hafa hækkað ellefufallt í launum. Ekki kemur fram hvað lægstu launin hafa hækkað mikið á tímabilinu en mér þykir líklegt að þau hafa u.þ.b. tvöfaldast. Þá sýna niðurstöðurnar að 10% Íslendinga tók 25% allra tekna í upphafi tímabilsins en 40% í lok tímabilsins. Þessar niðurstöður eru ólíðandi og sýna þær svart á hvítu fyrir hvaða stétt samfélagsins Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að vinna.Dulbúin skattpíningEn það er ekki nóg með að Sjálfstæðisflokkurinn hafi skapað þetta óeðlilega launaumhverfi í sinni valdatíð heldur afnam hann hátekjuskatt með öllu. Með þeim aðgerðum vann hann enn frekar að launamisréttinu. En það var ekki það eina sem gerðist. Með afnámi hátekjuskatts varð ríkissjóður af tekjum og vinna þurfti upp það tekjutap. Mörgum má vera ljóst að það var gert með aukinni gjaldheimtu og álögum hvort sem um var að ræða í almannaþjónustu eða annars staðar.Færri gera sér þó grein fyrir að þetta hefur komið verst niður á þeim sem lágar hafa tekjurnar og þurfa nú að greiða meira af lágum launum sínum fyrir nauðsynlega þjónustu. Aukin gjaldtaka og álögur eru náttúrulega ekkert annað en dulbúin skattlagning. Það má því færa rök fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi blákalt lagt á lágtekjuskatt í sinni valdatíð, þar sem lágtekjufólk borgar hlutfallslega miklu meira en hálaunafólk af tekjum sínum fyrir þjónustu á vegum ríkisins.Leiðrétting á launamisréttiVinstri græn hafa einn flokka komið með raunhæfar hugmyndir um aðgerðir til að brúa þá miklu gjá sem Sjálfstæðisflokkurinn skilur eftir sig. Þau hafa sýnt fram á að réttlátast sé að fara blandaða leið, þ.e. með auknum tekjum í ríkissjóð, t.d. í formi hátekjuskatts, og með niðurskurði í ríkisrekstrinum.Á þann hátt er hægt að vernda þær þúsundir starfa sem annars myndu tapast ef eingöngu yrði farið í niðurskurð eða „hagræðingu“ eins og Sjálfstæðisflokkurinn boðar. En hátekjuskattur er ekki eingöngu leið til að verja störf hjá hinu opinbera heldur er hann ein þeirra leiða sem geta spornað við þessari óheillaþróun í launamálum og leiðrétt það mikla launamisrétti sem hefur fengið að viðgangast í okkar samfélagi. Veljum réttlátt samfélag, veljum Vinstri græn.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun