Enski boltinn

Bróðir Defoe myrtur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jermain Defoe.
Jermain Defoe. Nordic Photos/Getty Images

Jermain Defoe, framherji Tottenham, verður ekki með liðinu í dag gegn Manchester United þar sem hann er með fjölskyldu sinni sem er í sárum eftir að hálfbróðir hans var myrtur í London.

Ráðist var á hinn 26 ára gamla Jade Defoe í austurhluta Lundúna. Hann hlaut alvarleg höfuðmeiðsli í árásinni og lést á spítala í gær.

28 ára gamall maður hefur verið handtekinn vegna málsins. Lögreglan telur að ekki hafi verið notuð nein vopn í árásinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×