Innlent

Vilja að Icesave málinu verði vísað frá Alþingi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð vilja, líkt og Birgitta Jónsdóttir, að málinu verði vísað frá Alþingi. Mynd/ Frikki.
Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð vilja, líkt og Birgitta Jónsdóttir, að málinu verði vísað frá Alþingi. Mynd/ Frikki.
Leiðtogar stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi krefjast þess að frumvarpi fjármálaráðherra um ríkisábyrgð vegna Icesave reikninganna verði vísað frá Alþingi og til ríkisstjórnarinnar til frekari meðferðar.

Þetta kom fram á fundi Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, og Birgittu Jónsdóttur, þingflokksformanns Hreyfingarinnar, með fjölmiðlum nú síðdegis.

Stjórnarandstaðan telur að ríkisstjórninni beri að taka upp viðræður við Evrópusambandið í þeim tilgangi að það hafi milligöngu um að leiða deilu þjóðanna til lykta á sanngjarnan hátt fyrir alla aðila. Verði ekki á það fallist beri að hafna öllum kröfum um ríkisábyrgð þannig að Bretar og Hollendingar þurfi að sækja kröfur sínar á hendur íslenska ríkinu fyrir íslenskum dómstólum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×