Handbolti

Íslendingar skiptu stigunum í þýska handboltanum

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Vignir skoraði tvö í kvöld.
Vignir skoraði tvö í kvöld.

Logi Geirsson og Vignir Svavarsson skoruðu báðir tvö mörk fyrir Lemgo sem gerði jafntefli við Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Leikurinn endaði 26-26 en Martin Strobel jafnaði fyrir Lemgo á lokamínútunni. Róbert Gunnarsson skoraði ekki fyrir Gummersbach.

Liðin eru því áfram í þriðja og fjórða sæti deildarinnar.

Þá vann Magdeburg öruggan sigur á Melsungen, 37-29.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×