Viðskipti innlent

Landsbankinn setur Festar í sölu

Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans hefur verið falið af skiptastjóra þrotabús útgerðarfyrirtækisins Festar ehf. að sjá um sölu á rekstri og eignum þess. Starfsemi félagsins felst í rekstri útgerðar og fiskvinnslu í Hafnarfirði sem samanstendur af sex bátum, fiskvinnslu og aflaheimildum.

Í tilkynningu segir að söluferlið sé opið áhugsömum fjárfestu7m. Markmiðið sölunnar sé að hámarka virði reksturs og eigna þrotabús Festar.

Tekið er fram að óskuldbindandi tilboðum skuli skilað inn 10. desember n.k. en stefnt er að því að ljúka sölunni fyrir áramót.

Festar var úrskruðað gjaldþrota 5. Nóvember í Héraðsdómi Reykjaness. Landsbankinn var meðal þeirra sem kröfðust þess að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×