Viðskipti innlent

AGS: Allt bendir til að skuldir Íslands séu viðráðanlegar

Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi hefur sent frá sér tilkynningu þar sem segir að ekkert bendi til annars en að skuldir Íslands séu viðráðanlegar.

Fram kemur að AGS sendir frá sér þessa tilkynningi í kjölf fjölmiðlaumræðu í morgun um skuldir Íslands. Þar segir að núverandi mat AGS á skuldastöðu landsins sé að skuldirnar séu lægri en sjóðurinn gerði áður ráð fyrir að þær væru.

Tekið er fram að það að erlendir kröfuhafar Glitnis og Kaupþings ákváðu að yfirtaka Íslandsbanka og Arion Banka hafi lækkað skuldir hins opinbera hérlendis.

Þá segir nefndin að sem stendur sé verið að endurmeta skuldastöðuna í samvinnu við stjórnvöld og að þeirri vinnu sé ekki lokið. Sumt í endurskoðunni auki skuldirnar en annað lækki þær.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×