Erlent

-Víst hitti ég hann

Óli Tynes skrifar
Bréfið sem Lincoln skrifaði gegn einelti árið 1861.
Bréfið sem Lincoln skrifaði gegn einelti árið 1861.

Bréf sem Abraham Lincoln skrifaði skóladreng fyrir nær eitthundrað og fimmtíu árum verður selt á uppboði í Fíladalfíu á næstunni.

Að því er best er vitað er þetta eina bréfið sem varðveist hefur af þeim sem forsetinn skrifaði börnum.

Tilefnið var að hinn átta ára gamli George Patten var í fylgd með föður sínum sem var blaðamaður þegar pabbinn hitti Lincoln í Illinois árið 1861.

Skólasystkini Georges vildu ekki trúa þessu og stríddu honum óvægilega. Kennari bekkjarins skrifaði forsetanum og skýrði honum frá þessu.

Abraham Lincoln hefur greinilega ekki líkað einelti því hann sendi George staðfestingarbréf þar sem sagði;

-Til þeirra sem við kemur.

Það er rétt að ég hitti ungherrann George Evans Patten og talaði við hann í Springfield í Illinois í maí síðastliðnum.

Virðingarfyllst

A. Lincoln

Lágmarksboð í bréfið er 60 þúsund dollarar eða um sjö og hálf milljón króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×