Erlent

Löggur lemja í Úganda

Óli Tynes skrifar
Stillt til friðar í Kampala.
Stillt til friðar í Kampala. Mynd/AP

Fjórtán manns hafa fallið og yfir eitthundrað særst í óeirðum í Kampala höfuðborg Úganda síðustu tvo daga.

Óeirðirnar hófust vegna deilna stjórnvalda og leiðtoga Búganda sem er eitt af fjórum fornum konungsdæmum landsins. Deilt er um bæði land og völd.

Síðastliðinn fimmtudag stöðvuðu stjórnvöld í Úganda sendimann konungs Búganda þegar hann ætlaði að heimsækja bæ skammt frá Kampala til þess að undirbúa heimsókn konungs síns. Upp úr því hófust óeirðirnar.

Konungurinn hefur aflýst heimsókn sinni til þess að reyna að lægja öldurnar. Stjórnvöld í Úganda hafa einnig reynt að lægja öldurnar með því að loka fjórum útvarpsstöðvum sem sögðu fréttir af óeirðunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×