Kaupþing kyrrsetur einkaþotu stjórnarformanns Tottenham 19. júlí 2009 09:10 Stjórnendur Singer & Friedlander banka Kaupþings í Bretlandi hafa lagt hald á einkaþotu Daniel Levy stjórnarformanns enska fótboltaliðsins Tottenham. Um er að ræða þotu af gerðinni Embraer Legacy og hefur hún verið kyrrsett á Stansted flugvelli að kröfu bankans. Samkvæmt frétt í blaðinu Times gripu stjórnendur Singer & Friedlander til þessara aðgerða eftir að afborganir hættu að berast af 15 milljon punda, eða rúmlega þriggja milljarða kr., láni sem Levy fékk hjá bankanum til að kaupa þotuna árið 2007. Þotan er nú aðeins talin 13 milljón punda virði. Times segir að aðgerðin muni valda taugatitringi innan bresku úrvalsdeildarinnar þar sem upphæðin sem um er deilt í þessu tilviki sé varla næg til að greiða laun hjá meðalgóðum leikmanni í deildinni á næsta keppnistímabili. Ekki hefur verið talið að forráðamenn í úrvalsdeildinni væru sérstaklega illa haldnir þrátt fyrir kreppuna. Sjálfur segir Levy að um lítilsháttar ágreining sé að ræða við Singer & Friedlander en Times gerir að því skóna að Levy sé ekki óánægður með að missa þotuna með þessum hætti þar sem lánið er orðið hærra en markaðsverð hennar. Lánið var í höndum félags Levy á Bahama eyjum, English National Investment Company (Enic), en því er stjórnað af milljarðamæringnum Joe Lewis frá London. Singer & Friedlander gerðu samning um lánið við Riz Air, sem er í eigu Enic en Levy er svo aftur forstjóri Riz Air. Talsmaður Enic segir að kaupin á þotunni hafi verið fjárfesting á sínum tíma og að Levy hafi ekki notað þotuna mikið á síðustu mánuðum. "Þessi deila hefur staðið um nokkurn tíma og ég held að allir vilji leysa hana," segir talsmaðurinn Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Stjórnendur Singer & Friedlander banka Kaupþings í Bretlandi hafa lagt hald á einkaþotu Daniel Levy stjórnarformanns enska fótboltaliðsins Tottenham. Um er að ræða þotu af gerðinni Embraer Legacy og hefur hún verið kyrrsett á Stansted flugvelli að kröfu bankans. Samkvæmt frétt í blaðinu Times gripu stjórnendur Singer & Friedlander til þessara aðgerða eftir að afborganir hættu að berast af 15 milljon punda, eða rúmlega þriggja milljarða kr., láni sem Levy fékk hjá bankanum til að kaupa þotuna árið 2007. Þotan er nú aðeins talin 13 milljón punda virði. Times segir að aðgerðin muni valda taugatitringi innan bresku úrvalsdeildarinnar þar sem upphæðin sem um er deilt í þessu tilviki sé varla næg til að greiða laun hjá meðalgóðum leikmanni í deildinni á næsta keppnistímabili. Ekki hefur verið talið að forráðamenn í úrvalsdeildinni væru sérstaklega illa haldnir þrátt fyrir kreppuna. Sjálfur segir Levy að um lítilsháttar ágreining sé að ræða við Singer & Friedlander en Times gerir að því skóna að Levy sé ekki óánægður með að missa þotuna með þessum hætti þar sem lánið er orðið hærra en markaðsverð hennar. Lánið var í höndum félags Levy á Bahama eyjum, English National Investment Company (Enic), en því er stjórnað af milljarðamæringnum Joe Lewis frá London. Singer & Friedlander gerðu samning um lánið við Riz Air, sem er í eigu Enic en Levy er svo aftur forstjóri Riz Air. Talsmaður Enic segir að kaupin á þotunni hafi verið fjárfesting á sínum tíma og að Levy hafi ekki notað þotuna mikið á síðustu mánuðum. "Þessi deila hefur staðið um nokkurn tíma og ég held að allir vilji leysa hana," segir talsmaðurinn
Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira