Erlent

Hermenn heimsækja Tröppupíramídann

Tröppupíramídinn.
Tröppupíramídinn.

Bandarískir hermenn eru nú þeir fyrstu sem skoða tröppupíramídann af Úr í Írak eða Ziggurat eins og hann er kallaður. Píramídinn er talinn vera fjögurþúsund ára gamall og er hluti af ævafornir borg Súmera.

Einræðisherrann Saddam Hussein gerði ferðamönnum það mjög erfitt að heimsækja píramídann á meðan hann ríkti í Írak. Samkvæmt Fox sjónvarpsstöðinni þá gættu íraskir hermenn píramídans og þurftu ferðamenn meðal annars að fara í gegnum hertálma til þess að komast að honum. Þá máttu þeir ekki heldur taka myndir af píramídanum né frá honum.

Nú eru breyttir tímar því þeir sem heimsækja píramídann nú eru áhugsamir bandarískir hermenn. Meðal annars sögukennarinn Brandon Metroka. Hann segir það ómetanlegt að fá að heimsækja píramídann og fá að sýna nemendum sínum síðar myndir af sér þar.

Þess má geta að í nokkurrar kílómetra fjarlægð er annar og jafnvel sögufrægari staður. Það mun vera heimili Abrahams sem margt hefur verið ritað um í Biblíunni.

Samkvæmt Fox þá vinna bandarískir sérfræðingar ásamt íröskum stjórnvöldum við að gera ferðamönnum kleift á ný að heimsækja þessa fornfrægu staði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×