Viðskipti innlent

Starfsfólki skilanefnda fjölgar

Skilanefnd Glitnis vill ekki upplýsa um fjölda starfsmanna nefndarinnar.Fréttablaðið/Heiða
Skilanefnd Glitnis vill ekki upplýsa um fjölda starfsmanna nefndarinnar.Fréttablaðið/Heiða

Skilanefndir tveggja af viðskiptabönkunum þremur eru með samtals 187 starfsmenn í vinnu, auk þess að ráða verktaka tímabundið til ákveðinna verkefna. Starfsmönnunum hefur fjölgað talsvert undan­farna mánuði, að því er fram kemur í svörum við fyrirspurn Fréttablaðsins.

Skilanefnd Landsbankans er með um 45 starfsmenn hér á landi, auk skilanefndarmannanna fimm, og hefur þeim fjölgað nokkuð frá því í lok febrúar, þegar þeir voru 32 talsins. Einnig starfa 85 á vegum nefndarinnar erlendis, þar af 75 í Bretlandi. Starfsmönnum erlendis hefur fækkað nokkuð.

Hjá Skilanefnd Kaupþings starfa 45 starfsmenn hér á landi, auk skilanefndarmannanna fimm, en þeir voru 18 um áramót. Skilanefndin er einnig með 12 starfsmenn erlendis. Fjölgunin skýrist að miklu leyti af því að nefndirnar fengu upphaflega þjónustu frá nýju bönkunum, en þurfa nú að nota eigið starfsfólk. Kostnaður er greiddur af eignum bankanna.

Fréttablaðið leitaði eftir upplýsingum frá Skilanefnd Glitnis um þróun fjölda starfsmanna. Í svari nefndarinnar segir að upplýsingar séu aðeins veittar þeim sem eigi hagsmuna að gæta, sem séu fyrst og fremst kröfuhafar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×