Viðskipti innlent

Breska efnahagsbrotadeildin rannsakar lánabók Kaupþings

Valur Grettisson skrifar
Kaupþing.
Kaupþing.

Efnahagsbrotadeild breska ríkisins, (serious fraud office (SFO)) ætlar að herða rannsókn á Kaupþingi í tengslum við lánabókina sem var lekið út á síðuna wikileaks.org fyrir helgi.

Þetta kemur fram á vef breska blaðsins The Daily Telegraph í kvöld.

Þar segir að SFO hafi eflt rannsókn sína á Kaupþingi og sé nú að safna yfirgripsmiklum upplýsingum um málið. Samkvæmt Telegraph hafa fleiri uppljóstrarar stigið fram og tjáð sig og enn er leitað að fleiri upplýsingum.

Í greininni segir að þrátt fyrir að engin lög virðist hafa verið brotin, þá er rannsóknin ein alvarlegur áfellisdómur.

Eins og fram hefur komið þá sýndi lánabókin fram á gríðarleg há lán bankans til tengdra aðila, margir þeirra voru þekktir úr breska viðskiptalífinu.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, notaði orðin markaðsmisnotkun og siðleysi þegar fjölmiðlar ræddu við hana um málið í dag.


Tengdar fréttir

Segir fráleitt að bankaleynd ráði umræðum um hrunið

Björn Bjarnason, fyrrum dómsmálaráðherra, segir enn sannast hversu fráleitt er að telja bankaleynd eiga að ráða umræðum um aðdraganda hruns íslensku bankanna í dagbókarfærslu á heimasíðu sinni.

Lögbanni aflétt af fréttaflutningi RÚV

Lögbann á fréttaflutning RÚV af lánum Kaupþings hefur verið afturkallað. Málið var tekið fyrir hjá Sýslumanninum í Reykjavík í dag að ósk RÚV, eftir því sem kom fram í fréttum þeirra klukkan fjögur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×