Jafnvægi og takmörk 26. maí 2009 05:00 Í kjölfar efnahagshrunsins hefur ríkisstjórn Íslands lagt fram lög um stjórnlagaþing sem hefði það hlutverk að semja nýja stjórnarskrá fyrir íslenska lýðveldið. Það er eðlilegt að taka mið af stjórnarskrám annarra landa við samningu nýrrar stjórnarskrár. Eitt atriði sem oft er bent á er að þrískipting valdsins sem er aðalatriði í mörgum stjórnarskrám hafi skort á Íslandi og það hafi að einhverju leyti leitt til hrunsins. Í stjórnarskrá Bandaríkjanna frá 1789 er gert ráð fyrir þrískiptingu valdsins í framkvæmdavald sem er falið forsetanum, löggjafarvald sem þingið ræður og dómsvald sem dómskerfið fer með og hægt er að áfrýja allt til hæstaréttar. Það voru gildar ástæður fyrir þessari þrískiptingu. Þeir sem sömdu stjórnarskrána höfðu búið við ofríki konungs sem ríkti með hervaldi og beitti þingi og dómurum til að kúga nýlendur sínar. Þeir vantreystu valdinu og vildu ekki aðeins deila því niður því heldur voru þeir staðráðnir í að ganga þannig frá málunum að engin grein valdsins gæti ríkt yfir annarri og í ákvörðunum í öllum málum væru innbyggð takmörk og jafnvægi (checks and balances, á ensku) milli valda þriggja. Það má halda að kerfi þar sem jafnvægi og takmörk eru tryggð í öllum málum sé seinvirkt og óskilvirkt. En það er yfirleitt aðeins tilfellið meðan kerfið er að venjast. Von bráðar vita handhafar hvers valds nákvæmlega hvar takmörk valds þeirra liggja og hvers jafnvægis þeir verða að gæta. Þegar takmörkin eru skýr þá er sjaldnar farið of langt og þegar jafnvægis er gætt þá er yfirleitt lítil óánægja með ákvarðanatökuna. Þrískipting valdsins er ekki háð því hvort forseti skipar stjórn eins og í Bandaríkjunum eða hvort þing kjósi forsætisráðherra eins og í þingræði sem við höfum á Íslandi. Hins vegar krefst góð þrískipting valdsins þess að forsætisráðherra og stjórn sitji ekki á þingi. Það eru mjög greinileg ákvæði um þetta í bandarísku stjórnarskránni og reynsla Íslendinga sýnir að framkvæmdavaldið getur auðveldlega borið löggjafarvaldið ofurliði. Þess er óskandi að íslenskt stjórnlagaþing nái að skrifa nýja stjórnarskrá þar sem þrískipting valdsins er tryggð og jafnvægi og takmörk byggð inn í alla beitingu á hinu þrískipta valdi. Hin nýja stjórnarskrá gæti orðið til fyrirmyndar um mannréttindaákvæði, ákvæði um löghelgi persónulegra upplýsinga sem ná líka til líffræðilegra og erfðafræðilegra upplýsinga og ákvæði um upplýsingaskyldu stjórnvalda á tölvuöld. Endalega skiptir mestu máli hvernig hin nýja stórnarskrá virkar í framkvæmd. Það sem ef til vill skiptir mestu í samfélaginu er hvort lýðræði er ástundað á öllum stigum samfélagsins og hvort nemendum séu kenndar lýðræðislegar aðferðir á öllum þrepum skólakerfisins. Íslendingar hafa talið sig búa við lýðræðislegar hefðir en reynsla undarfarins árs bendir til þess að lýðræðisþróun samfélagsins hafi ekki verið jafn mikil og við töldum. Lýðræði með jafnvægi og takmörkunum býður upp að samkomulag um mörg mál og þau mál sem þarf að greiða atkvæði um eru oftast í minnihluta. Höfundur er prófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Í kjölfar efnahagshrunsins hefur ríkisstjórn Íslands lagt fram lög um stjórnlagaþing sem hefði það hlutverk að semja nýja stjórnarskrá fyrir íslenska lýðveldið. Það er eðlilegt að taka mið af stjórnarskrám annarra landa við samningu nýrrar stjórnarskrár. Eitt atriði sem oft er bent á er að þrískipting valdsins sem er aðalatriði í mörgum stjórnarskrám hafi skort á Íslandi og það hafi að einhverju leyti leitt til hrunsins. Í stjórnarskrá Bandaríkjanna frá 1789 er gert ráð fyrir þrískiptingu valdsins í framkvæmdavald sem er falið forsetanum, löggjafarvald sem þingið ræður og dómsvald sem dómskerfið fer með og hægt er að áfrýja allt til hæstaréttar. Það voru gildar ástæður fyrir þessari þrískiptingu. Þeir sem sömdu stjórnarskrána höfðu búið við ofríki konungs sem ríkti með hervaldi og beitti þingi og dómurum til að kúga nýlendur sínar. Þeir vantreystu valdinu og vildu ekki aðeins deila því niður því heldur voru þeir staðráðnir í að ganga þannig frá málunum að engin grein valdsins gæti ríkt yfir annarri og í ákvörðunum í öllum málum væru innbyggð takmörk og jafnvægi (checks and balances, á ensku) milli valda þriggja. Það má halda að kerfi þar sem jafnvægi og takmörk eru tryggð í öllum málum sé seinvirkt og óskilvirkt. En það er yfirleitt aðeins tilfellið meðan kerfið er að venjast. Von bráðar vita handhafar hvers valds nákvæmlega hvar takmörk valds þeirra liggja og hvers jafnvægis þeir verða að gæta. Þegar takmörkin eru skýr þá er sjaldnar farið of langt og þegar jafnvægis er gætt þá er yfirleitt lítil óánægja með ákvarðanatökuna. Þrískipting valdsins er ekki háð því hvort forseti skipar stjórn eins og í Bandaríkjunum eða hvort þing kjósi forsætisráðherra eins og í þingræði sem við höfum á Íslandi. Hins vegar krefst góð þrískipting valdsins þess að forsætisráðherra og stjórn sitji ekki á þingi. Það eru mjög greinileg ákvæði um þetta í bandarísku stjórnarskránni og reynsla Íslendinga sýnir að framkvæmdavaldið getur auðveldlega borið löggjafarvaldið ofurliði. Þess er óskandi að íslenskt stjórnlagaþing nái að skrifa nýja stjórnarskrá þar sem þrískipting valdsins er tryggð og jafnvægi og takmörk byggð inn í alla beitingu á hinu þrískipta valdi. Hin nýja stjórnarskrá gæti orðið til fyrirmyndar um mannréttindaákvæði, ákvæði um löghelgi persónulegra upplýsinga sem ná líka til líffræðilegra og erfðafræðilegra upplýsinga og ákvæði um upplýsingaskyldu stjórnvalda á tölvuöld. Endalega skiptir mestu máli hvernig hin nýja stórnarskrá virkar í framkvæmd. Það sem ef til vill skiptir mestu í samfélaginu er hvort lýðræði er ástundað á öllum stigum samfélagsins og hvort nemendum séu kenndar lýðræðislegar aðferðir á öllum þrepum skólakerfisins. Íslendingar hafa talið sig búa við lýðræðislegar hefðir en reynsla undarfarins árs bendir til þess að lýðræðisþróun samfélagsins hafi ekki verið jafn mikil og við töldum. Lýðræði með jafnvægi og takmörkunum býður upp að samkomulag um mörg mál og þau mál sem þarf að greiða atkvæði um eru oftast í minnihluta. Höfundur er prófessor.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun