Umfjöllun: Frumsýning N1-deildarinnar fær þrjár hauskúpur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. október 2009 21:34 Einar Örn Jónsson undirbýr skot að marki í leiknum í kvöld. Mynd/Stefán Opnunarleikur N1-deildar karla í Mýrinni í kvöld var skelfileg auglýsing fyrir íslenskan handbolta. Boðið var upp á svo lélegan handbolta að það var átakanlegt að fylgjast með. Lokatölurnar 16-17 fyrir Hauka gegn Stjörnunni segir meira en mörg orð. Svona tölur sjást ekki lengur í nútímahandbolta og þykja ekki mikið meira en fínar hálfleikstölur. Staðreynd málsins var aftur á móti sú að bæði liðin voru hræðilega léleg og litu út fyrir að hafa sleppt undirbúningstímabilinu í heild sinni. Sóknarleikurinn var þó skelfilegastur og það hjá báðum liðum. Hann var pínlegur á að horfa. Markverðirnir voru fyrir vikið í essinu sínu. Birkir Ívar náði til að mynda þeim magnaða árangri að vera með 63 prósenta markvörslu þrátt fyrir að hafa spilað í 60 mínútur. Það er lygilegt og maður hefði trúað slíkri tölfræði ef hann væri að spila gegn 5. flokki einhvers félags en svo var víst ekki. Hvað leikinn snertir þá voru Haukar alltaf skrefinu á undan. Roland Eradze hélt Stjörnunni þó ávallt í seilingarfjarlægð með fínni markvörslu. Haukar voru svo miklir klaufar undir lokin og hleyptu Stjörnunni inn í leikinn. Vilhjálmur Halldórsson minnkaði muninn í eitt mark þegar mínúta lifði leiks. Haukar misstu svo boltann þegar hálf mínúta var eftir. Lokasókn Stjörnunnar var skelfilega útfærð eins og flestar sóknir beggja liða allan leikinn. Stjörnumenn komust ekki í álitlegt skotfæri en fengu þó aukakast er leiktíminn var liðinn. Hann kom skotinu á markið en Birkir Ívar varði það eins og flest annað í kvöld. Íslandsmeistararnir sluppu því með skrekkinn en með álíka spilamennsku verða þeir í neðri hluta deildarinnar. Stjörnumenn spiluðu ekki vel en hugga sig við að hafa staðið í meisturunum og ekki verið flengdir. Það er eitthvað til að byggja á fyrir ungt og óreynt lið. Frumsýningarleikur N1-deildarinnar fær algjöra falleinkunn og vonandi þarf ég aldrei aftur að horfa á svona hörmulegan handbolta í deildinni. Við skulum vona að fall sé faraheill. Stjarnan-Haukar 16-17 (8-10) Mörk Stjörnunnar (skot): Þórólfur Nielsen 5/2 (12/4), Vilhjálmur Halldórsson 4/2 (14/2), Jón Arnar Jónsson 3 (6), Sverrir Eyjólfsson 2 (4), Kristján Svan Kristjánsson 1 (3), Eyþór Magnússon 1 (5).Varin skot: Roland Valur Eradze 17/2 (32/5) 53%, Viktor Alex Ragnarsson 3/1 (5/1) 60%.Hraðaupphlaup: 2 (Kristján, Jón).Fiskuð víti: 6 (Sverrir 3, Daníel, Guðmundur, Þórólfur).Utan vallar: 12 mín. Mörk Hauka (skot): Elías Már Halldórsson 3 (4/1), Einar Örn Jónsson 3/1 (5/2), Sigurbergur Sveinsson 3/2 (10/3), Freyr Brynjarsson 2 (5), Pétur Pálsson 2 (2), Tjörvi Þorgeirsson 1 (2), Guðmundur Árni Ólafsson 1 (4), Björgvin Hólmgeirsson 1 (7), Stefán Rafn Sigurmannsson 1 (3).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 27/2 (43/6) 63%.Hraðaupphlaup: 5 (Pétur 2, Freyr, Elías, Einar).Fiskuð víti: 6 (Sigurbergur 2, Heimir Óli 2, Pétur, Einar).Utan vallar: 8 mín. Dómarar: Jónas Elíasson og Ingvar Guðjónsson, góðir en nokkuð hliðhollir Haukum. Olís-deild karla Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Sjá meira
Opnunarleikur N1-deildar karla í Mýrinni í kvöld var skelfileg auglýsing fyrir íslenskan handbolta. Boðið var upp á svo lélegan handbolta að það var átakanlegt að fylgjast með. Lokatölurnar 16-17 fyrir Hauka gegn Stjörnunni segir meira en mörg orð. Svona tölur sjást ekki lengur í nútímahandbolta og þykja ekki mikið meira en fínar hálfleikstölur. Staðreynd málsins var aftur á móti sú að bæði liðin voru hræðilega léleg og litu út fyrir að hafa sleppt undirbúningstímabilinu í heild sinni. Sóknarleikurinn var þó skelfilegastur og það hjá báðum liðum. Hann var pínlegur á að horfa. Markverðirnir voru fyrir vikið í essinu sínu. Birkir Ívar náði til að mynda þeim magnaða árangri að vera með 63 prósenta markvörslu þrátt fyrir að hafa spilað í 60 mínútur. Það er lygilegt og maður hefði trúað slíkri tölfræði ef hann væri að spila gegn 5. flokki einhvers félags en svo var víst ekki. Hvað leikinn snertir þá voru Haukar alltaf skrefinu á undan. Roland Eradze hélt Stjörnunni þó ávallt í seilingarfjarlægð með fínni markvörslu. Haukar voru svo miklir klaufar undir lokin og hleyptu Stjörnunni inn í leikinn. Vilhjálmur Halldórsson minnkaði muninn í eitt mark þegar mínúta lifði leiks. Haukar misstu svo boltann þegar hálf mínúta var eftir. Lokasókn Stjörnunnar var skelfilega útfærð eins og flestar sóknir beggja liða allan leikinn. Stjörnumenn komust ekki í álitlegt skotfæri en fengu þó aukakast er leiktíminn var liðinn. Hann kom skotinu á markið en Birkir Ívar varði það eins og flest annað í kvöld. Íslandsmeistararnir sluppu því með skrekkinn en með álíka spilamennsku verða þeir í neðri hluta deildarinnar. Stjörnumenn spiluðu ekki vel en hugga sig við að hafa staðið í meisturunum og ekki verið flengdir. Það er eitthvað til að byggja á fyrir ungt og óreynt lið. Frumsýningarleikur N1-deildarinnar fær algjöra falleinkunn og vonandi þarf ég aldrei aftur að horfa á svona hörmulegan handbolta í deildinni. Við skulum vona að fall sé faraheill. Stjarnan-Haukar 16-17 (8-10) Mörk Stjörnunnar (skot): Þórólfur Nielsen 5/2 (12/4), Vilhjálmur Halldórsson 4/2 (14/2), Jón Arnar Jónsson 3 (6), Sverrir Eyjólfsson 2 (4), Kristján Svan Kristjánsson 1 (3), Eyþór Magnússon 1 (5).Varin skot: Roland Valur Eradze 17/2 (32/5) 53%, Viktor Alex Ragnarsson 3/1 (5/1) 60%.Hraðaupphlaup: 2 (Kristján, Jón).Fiskuð víti: 6 (Sverrir 3, Daníel, Guðmundur, Þórólfur).Utan vallar: 12 mín. Mörk Hauka (skot): Elías Már Halldórsson 3 (4/1), Einar Örn Jónsson 3/1 (5/2), Sigurbergur Sveinsson 3/2 (10/3), Freyr Brynjarsson 2 (5), Pétur Pálsson 2 (2), Tjörvi Þorgeirsson 1 (2), Guðmundur Árni Ólafsson 1 (4), Björgvin Hólmgeirsson 1 (7), Stefán Rafn Sigurmannsson 1 (3).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 27/2 (43/6) 63%.Hraðaupphlaup: 5 (Pétur 2, Freyr, Elías, Einar).Fiskuð víti: 6 (Sigurbergur 2, Heimir Óli 2, Pétur, Einar).Utan vallar: 8 mín. Dómarar: Jónas Elíasson og Ingvar Guðjónsson, góðir en nokkuð hliðhollir Haukum.
Olís-deild karla Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Sjá meira