Háskalegur hégómleiki Guðrún Guðlaugsdóttir skrifar 7. október 2009 06:00 Hégómleiki er hættulegur eiginleiki. Sá sem þekkir hvar hégómleiki annars manns liggur getur stjórnað honum næstum að vild. Erfitt er að finna sjálfur hvar hégómleiki manns er. Þess vegna er hégómleikinn svo háskalegt stjórntæki sem raun ber vitni. Stjórnmálamenn ættu að kryfja sjálfa sig á vægðarlausan hátt til þess að komast að uppsprettu hégómleika síns, þá er ekki hægt að komast að þeim bakdyramegin. Einkum er mikilvægt að rugla ekki saman hégómleika og samvisku og heiðarleika. Síðustu daga hefur sjónarspil á vettvangi stjórnmálanna sýnt gott dæmi um þetta. Ráðherra yfirgefur ríkisstjórn og fullyrðir við fréttamenn að hann hafi ekki verið beittur neinum þrýstingi. Fáum dögum seinna snýr hann við blaðinu og fullyrðir að hann hafi verið beittur þrýstingi. Hvort er satt? Þeir sem taka að sér að höndla með annarra mál, eins og ríkisstjórn gerir fyrir alþýðu manna í kjölfar kosninga, verða að gera sér ljóst að súpa verður fleira en sætt þykir. Í lífinu koma upp hjá hverjum og einum mál sem umdeilanlegt er hvernig leysa eigi. Þetta á ekki síður við um þá sem leysa verða erfið verkefni á opinberum vettvangi. Lsusn Ícesawemáls er lykill að mikilvægum lífshagsmunum Íslendinga. Ríkisstjórn skrifar undir samning um hvernig leysa eigi þetta mál og miklu varðar að hann verði efndur. Það er hart ef hégómlegar píslarvættistilhneigingar eins stjórnmálamanns og samúðarfullra áhangenda hans koma í veg fyrir að landsmenn eigi til hnífs og skeiðar næstu árin. Þau ár ættu fremur að markast af lausn mála með ráðdeild en endalausum sjálfhverfum íhugunum hégómlegra stjórnmálamanna. Það er mikilvægt að leysa þetta mál fljótt, af skynsemi og án sjálfhverfrar tilfinningasemi. Að tilteknir stjórnmálamenn haldi andliti er smámál miðað við að koma hér á viðunandi lífskjörum. Íslendingar hafa löngum lagt mikið á sig fyrir sæmd fjölskyldunnar, nú er sæmd allrar þjóðarinnar að veði. Þingmenn - hugsið um sæmdina, hlaupist ekki frá hálfnuðu verki vegna stundarhagsmuna ykkar sjálfra. Slíkt ráðslag getur kostað ykkur sjálfa sæmdina þegar upp er staðið. Það liggur á endanum hver eins og hann hefur um sig búið. Höfundur er blaðamaður og rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Hégómleiki er hættulegur eiginleiki. Sá sem þekkir hvar hégómleiki annars manns liggur getur stjórnað honum næstum að vild. Erfitt er að finna sjálfur hvar hégómleiki manns er. Þess vegna er hégómleikinn svo háskalegt stjórntæki sem raun ber vitni. Stjórnmálamenn ættu að kryfja sjálfa sig á vægðarlausan hátt til þess að komast að uppsprettu hégómleika síns, þá er ekki hægt að komast að þeim bakdyramegin. Einkum er mikilvægt að rugla ekki saman hégómleika og samvisku og heiðarleika. Síðustu daga hefur sjónarspil á vettvangi stjórnmálanna sýnt gott dæmi um þetta. Ráðherra yfirgefur ríkisstjórn og fullyrðir við fréttamenn að hann hafi ekki verið beittur neinum þrýstingi. Fáum dögum seinna snýr hann við blaðinu og fullyrðir að hann hafi verið beittur þrýstingi. Hvort er satt? Þeir sem taka að sér að höndla með annarra mál, eins og ríkisstjórn gerir fyrir alþýðu manna í kjölfar kosninga, verða að gera sér ljóst að súpa verður fleira en sætt þykir. Í lífinu koma upp hjá hverjum og einum mál sem umdeilanlegt er hvernig leysa eigi. Þetta á ekki síður við um þá sem leysa verða erfið verkefni á opinberum vettvangi. Lsusn Ícesawemáls er lykill að mikilvægum lífshagsmunum Íslendinga. Ríkisstjórn skrifar undir samning um hvernig leysa eigi þetta mál og miklu varðar að hann verði efndur. Það er hart ef hégómlegar píslarvættistilhneigingar eins stjórnmálamanns og samúðarfullra áhangenda hans koma í veg fyrir að landsmenn eigi til hnífs og skeiðar næstu árin. Þau ár ættu fremur að markast af lausn mála með ráðdeild en endalausum sjálfhverfum íhugunum hégómlegra stjórnmálamanna. Það er mikilvægt að leysa þetta mál fljótt, af skynsemi og án sjálfhverfrar tilfinningasemi. Að tilteknir stjórnmálamenn haldi andliti er smámál miðað við að koma hér á viðunandi lífskjörum. Íslendingar hafa löngum lagt mikið á sig fyrir sæmd fjölskyldunnar, nú er sæmd allrar þjóðarinnar að veði. Þingmenn - hugsið um sæmdina, hlaupist ekki frá hálfnuðu verki vegna stundarhagsmuna ykkar sjálfra. Slíkt ráðslag getur kostað ykkur sjálfa sæmdina þegar upp er staðið. Það liggur á endanum hver eins og hann hefur um sig búið. Höfundur er blaðamaður og rithöfundur.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar