Enski boltinn

Rooney: Vörnin vandi hjá Liverpool

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Wayne Rooney.
Wayne Rooney. Nordic Photos/Getty Images

Wayne Rooney telur sína menn í Man. Utd vera í kjöraðstöðu til þess að lyfta enska meistaratitlinum í næsta mánuði. Hann telur að leki í laug Liverpool eigi eftir að reynast liðinu erfiður.

„Við lentum í smá vandræðum þar sem við töpuðum tveimur leikjum. Síðan höfum við unnið fjóra í röð og Liverpool er farið að hleypa inn mörkum," sagði Rooney.

„Liverpool er vissulega að skora en að sama skapi að fá á sig allt of mörg mörk. Við erum klárlega í betri stöðu til þess að klára þetta mót."

Rooney viðurkennir að hvetja andstæðinga Liverpool áfram þegar hann horfir á leiki liðsins í sjónvarpinu.

„Maður vill að sjálfsögðu að þeir tapi stigum þegar maður horfir á. Svo fær maður sjálfur að spila og það er frábært að fá að taka þátt í þessu. Vonandi endar þetta allt vel," sagði Rooney.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×