Enski boltinn

Fabregas og Brown kærðir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cesc Fabregas eftir umræddan leik.
Cesc Fabregas eftir umræddan leik. Nordic Photos / Getty Images

Enska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að kæra þá Cesc Fabregas, fyrirliða Arsenal, og Phil Brown, knattspyrnustjóra Hull, fyrir ósæmilega framkomu að loknum leik liðanna í ensku bikarkeppninni.

Fabregas spilaði ekki í leiknum sem Arsenal sigraði í, 2-1, vegna meiðsla en hann gekk inn á völlinn að honum loknum og var gefið að sök að rífast í leikmönnum Hull og að hafa hrækt á Brian Horton, aðstoðarknattspyrnustjóra Hull.

Brown er kærður fyrir þau ummæli sem hann lét hafa eftir sér í fjölmiðlum eftir leikinn um dómara leiksins, Mike Riley.

Þeir hafa frest til 12. maí til að svara kærunum en Arsene Wenger, stjóri Arsenal, sagði enn óvíst hvort félagið myndi áfrýja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×