Viðskipti innlent

Gera ráð fyrir að 65% fáist upp í almennar kröfur í Frjálsa

Slitastjórn Frjálsa fjárfestingabankans gerir ráð fyrir að hægt verði að greiða allt að 65% upp í almennar kröfur í bankann.

Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu RUV. Þar segir að Frjálsi fjárfestingabankinn var alfarið í eigu SPRON. Eftir að Spron var yfirtekið óskaði bráðabirgðastjórn SPRON eftir því að Frjálsi yrði tekin til slita og í júní var skipuð slitastjórn yfir bankanum sem enn er í fullum rekstri.

Á fundi með kröfuhöfum í vikunni koma fram að stjórnin áætlar að allt að 65% af almennum kröfum verði greiddar. Lýstar kröfur í búið námu tæpum 100 milljörðum krónum, 37 kröfur voru samþykktar, 110 hafnað og 26 var hafnað að svo stöddu eins og það heitir.



Í frétt RUV segir ennfremur að samþykktar kröfu nema eftir því sem næst verður komist 93 milljörðum króna. Mikill meirihluti af kröfunum, sem var hafnað, er frá samtökum sem stofnuð hafa verið um myntkörfulán bankans. Samtökin telja að lánin hafi verið ólögleg og þegar er tekist á um þau fyrir dómstólum. Og stærstur hluti krafnanna sem var samþykktur er frá Dróma, félagi sem var stofnað um SPRON eftir það var yfirtekið.

Slitastjórnin stefnir að því að Frjálsi fjárfestingabankinn verði rekinn áfram og allt verði gert til að forðast brunaútsölu og gjaldþrotameðferð. Bankinn eigi talsvert af fasteignum sem ekki verði seldar fyrr en efnahagslífið fari að rétta úr kútnum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×