Moody´s: Bandaríkin halda lánshæfiseinkunn AAA 23. júní 2009 14:35 Matsfyrirtækið Moody´s segir í nýju áliti að Bandaríkin muni halda AAA lánshæfiseinkunn sinni en bætir við að sú einkunn kunni að vera í hættu ef bandarískum stjórnvöldum tekst ekki að draga úr opinberum skuldum sínum. Töluverður taugatitringur hefur verið á alþjóðlegum fjármálamörkuðum undanfarnar vikur sökum þess að ýmsir sérfræðingar töldu að Bandaríkin myndu missa AAA einkunn sína, að því er segir í frétt á Reuters um málið. „AAA einkunn Bandaríkjanna er örugg," segir Pierre Cailleteau forstjóri þeirrar matsdeildar Moody´s sem metur einkunnir ríkja á fundi um málið í Tókýó í dag en einkunnin er gefin með stöðugum horfum. Fyrir utan miklar skuldir Bandaríkjanna segir í áliti Moody´s að tvennt annað gæti ógnað AAA einkunn landsins. Annarsvegar er þar um að ræða ef vaxtakjörin á lánum Bandaríkjanna muni versna að mun og hinsvegar ef dollarinn missi stöðu sína sem helsta gjaldeyrisforðamynt heimsins. Það síðarnefnda er þó talið mjög ósennilegt. Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Matsfyrirtækið Moody´s segir í nýju áliti að Bandaríkin muni halda AAA lánshæfiseinkunn sinni en bætir við að sú einkunn kunni að vera í hættu ef bandarískum stjórnvöldum tekst ekki að draga úr opinberum skuldum sínum. Töluverður taugatitringur hefur verið á alþjóðlegum fjármálamörkuðum undanfarnar vikur sökum þess að ýmsir sérfræðingar töldu að Bandaríkin myndu missa AAA einkunn sína, að því er segir í frétt á Reuters um málið. „AAA einkunn Bandaríkjanna er örugg," segir Pierre Cailleteau forstjóri þeirrar matsdeildar Moody´s sem metur einkunnir ríkja á fundi um málið í Tókýó í dag en einkunnin er gefin með stöðugum horfum. Fyrir utan miklar skuldir Bandaríkjanna segir í áliti Moody´s að tvennt annað gæti ógnað AAA einkunn landsins. Annarsvegar er þar um að ræða ef vaxtakjörin á lánum Bandaríkjanna muni versna að mun og hinsvegar ef dollarinn missi stöðu sína sem helsta gjaldeyrisforðamynt heimsins. Það síðarnefnda er þó talið mjög ósennilegt.
Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira