Innlent

Ögmundur: Skýrslan slær öll met í yfirlæti

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Mynd/Arnþór Birkisson

Heilbrigðisráðherra segir nýja skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) slá met í yfirlæti. Hann segir skýrslur stofnunnar unnar af einstaklingum sem upp til hópa aðhyllast hægri sinnaða markaðshyggju. Ráðherrann spyr hver greiði fyrir skýrsluna. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, gagnrýnir einnig skýrsluna.

Mikið rými er til að skera niður útgjöld til heilbrigðis- og menntamála án þess að það komi niður á gæðum þjónustunnar, svo sem haldið hefur verið fram í fyrri skýrslum OECD um Ísland sem kynnt var í gær. Að mati OECD er Íslandi best borið til lengri tíma litið innan Evrópusambandsins. Til að koma á stöðugleika hér á landi verður Ísland að sækja um aðild og taka upp evruna.

Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, segist í pistli á heimasíðu sinni margoft hafa vakið athygli á pólitískum afskiptum OECD. „Þó tel ég að nýjasta skýrslan slái flest met með yfirlætisfullum aðfinnslum og umvöndunum í okkar garð.“

Ráðherrann gagnrýnir niðurstöðu stofnunarinnar um að mikið rými sé til að skera niður til heilbrigðismála. Það þýði á mannamáli að hækka eigi sjúklingaskatta.

„Ég spyr eins og fleiri, og mun spyrja við ríkisstjórnarborð, hver borgar fyrir skýrslugerð af þessu tagi? Læt ég þá liggja á milli hluta - að sinni - fráleitar fabúleringar um Evrópusambandsaðild Íslands,“ segir Ögmundur.

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, gagnrýnir einnig skýrsluna og segir hana vera íhlutun í íslensk stjórnmál sem ríkisstjórnin eigi að mótmæla.


Tengdar fréttir

OECD: Mikið rými til að skera niður ríkisútgjöld

Það er mikið rými til að skera niður útgjöld til heilbrigðis- og menntamála án þess að það komi niður á gæðum þjónustunnar, svo sem haldið hefur verið fram í fyrri skýrslum OECD um Ísland.

Ríkisstjórnin á að mótmæla íhlutun OECD í íslensk stjórnmál

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, segir sérfræðinga Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) hafi blandað sér í íslensk stjórnmál með yfirlýsingum í dag þar sem þeir hvöttu til upptöku evru á grundvelli ESB-aðildar. Hafi þetta ekki verið gert í samráði við ríkisstjórnina á hún að mati Björns að mótmæla þessari íhlutun OECD í íslensk stjórnmál.

ESB og evra besti kosturinn að mati sérfræðinga OECD

Stærð íslensku bankanna, lánveitingar til tengdra aðila og flókin eignatengsl gerðu þá veika fyrir í alþjóðlegri kreppu, segir sérfræðingur OECD. Halda þarf gjaldeyrishöftum og háum stýrivöxtum enn um sinn.

OECD: Frysta eða lækka laun opinberra starfsmanna

Meðal þeirra atriði sem OECD ræðir um í nýrri skýrslu sinni um Ísland er að hin mikla raunhækkun launa meðal opinbera starfsmanna á undan förnum árum þurfi nú að ganga til baka. OECD mælir með því að launin verði fryst eða lækkuð sem liður í niðurskurðaráformum ríkisstjórnarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×