Erlent

Bresk lögregla beitir gömlum hegningarlögum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Bresk lögregla beitir nú fyrir sig 300 ára gamalli löggjöf um samverknað til að koma lögum yfir og ákæra félaga í glæpaklíkum sem eru viðstaddir þegar alvarleg ofbeldisverk eru framin án þess að taka beinan þátt í þeim. Lögin heimila þannig að þann, sem viðstaddur er morð en stendur eingöngu hjá og fylgist með, er hægt að ákæra fyrir morð á nákvæmlega sama hátt og þann sem beinlínis framdi verknaðinn. Simon Morgan, varðstjóri í lögreglunni í London, segir að menn eigi ekki að geta skýlt sér á bak við að hafa ekki tekið beinan þátt. Þetta hefur mætt harðri gagnrýni ýmissa lögfræðinga sem segja þá hættu vera fyrir hendi að saklaust fólk gæti fyrir slysni dregist inn í atburðarásina og fengið á sig ákæru í stað þess að lögregla einbeiti sér að þeim sem beinlínis voru að verki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×