Viðskipti innlent

Engin viðskipti með krónur á aflandsmarkaðinum

Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum hafa engin viðskipti verið með krónur á aflandsmarkaðinum í þessari viku, eða frá því að slakað var á gjaldeyrishöftunum um síðustu helgi.

Þetta rímar nokkuð við orð Beat Siegenthaler sérfræðings TD Securities í viðtali við Forbes tímaritið en hann segir að slökunin sem tilkynnt var um síðustu helgi sé aðeins fyrsta skrefið.

"Fyrsta skrefið er ætlað til að liðka fyrir nýjum fjárfestingum," segir Siegenthaler. "Þú getur keypt íslenskrar krónur en ekki selt þær. En langflestir vilja selja krónur."

Það kemur ennfremur fram í máli Siegenthaler að enn séu of mikil höft við lýði til þess að hægt sé að eiga viðskipti með krónur.

Eins og áður hefur komið fram í fréttum hefur gengi krónunnar á aflandsmarkaðinum legið á bilinu 200 til 220 kr. fyrir evruna sem er töluvert fyrir skráðu gengi Seðlabankans.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×