Frekari vaxtalækkanir háðar gengisþróun krónunnar 5. nóvember 2009 11:16 „Haldist gengi krónunnar stöðugt eða styrkist, og verðbólga hjaðnar eins og spáð er, ættu forsendur fyrir frekari slökun peningalegs aðhalds fljótlega að vera til staðar. Peningastefnunefndin mun eigi að síður gæta varúðar við ákvarðanir í peningamálum og mun aðlaga aðhald peningastefnunnar eins og nauðsynlegt er með hliðsjón af því tímabundna markmiði hennar að stuðla að gengisstöðugleika, og til að tryggja að verðbólga verði nálægt markmiði til lengri tíma litið." Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá peningastefnunefnd í framhaldi af vaxtaákvörðun hennar í morgun. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað að lækka vexti á viðskiptareikningum innlánsstofnana um 0,5 prósentur í 9%. Hámarksfjárhæð í vikulegum útboðum innstæðubréfa til 28 daga verður aukin úr 25 ma.kr. í 30 ma.kr., með 9,5% lágmarksvöxtum og 10,25% hámarksvöxtum. Í því felst 0,25 prósentna hækkun hámarksvaxta. Vextir á lánum gegn veði til sjö daga verða lækkaðir úr 12% í 11% og daglánavextir úr 14,5% í 13%. Í yfirlýsingunni segir að framangreindar vaxtabreytingar munu færa vaxtaganginn nær vöxtum sem í reynd hafa ráðið aðhaldi peningastefnunnar, en fyrir þessa vaxtaákvörðun voru þeir á bilinu 9,5% til 10%. Vaxtaákvörðunin felur í sér nær óbreytt aðhald peningastefnunnar, eða lítils háttar slökun, eftir fjárhæð og vöxtum innstæðubréfa sem boðin verða út. Aðgerðir til þess að draga lausafé úr umferð með því að bjóða út innstæðubréf til 28 daga, sem tilkynntar voru eftir síðasta fund peningastefnunefndarinnar, hafa borið árangur. Millibankavextir hafa færst inn í vaxtaganginn. Í því fólst heldur aukið aðhald peningastefnunnar, þótt hinir virku vextir hafi áfram verið lægri en 10%. Gengi krónunnar hefur verið nokkurn veginn stöðugt frá því síðla sumars, en eigi að síður lægra en æskilegt væri. Inngrip Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði hafa verið hófleg og mun minni en sl. sumar. Hætta sem efnahag einkageirans stafar af lágu gengi krónunnar kann einnig að vera einhverju minni en áður var talið í ljósi nýrra upplýsinga um hversu efnahagsreikningar eru berskjaldaðir fyrir gjaldmiðlaáhættu. Endurskipulagning efnahags einkageirans, sem nú stendur yfir, ætti að draga úr þessari áhættu enn frekar. Fyrstu endurskoðun efnahagsáætlunar stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er nú lokið. Hún er mikilvægur þáttur í viðleitni til þess að endurheimta traust og forsenda þess að ráðist var í fyrsta áfanga afnáms gjaldeyrishafta, en hann kom til framkvæmda 31. október. Eins og gert var ráð fyrir í áætlun um afnám hafta er innstreymi gjaldeyris til nýfjárfestingar nú leyft og fjárfestar hafa fulla heimild til þess að skipta söluandvirði nýrrar fjárfestingar í erlendan gjaldeyri. Fyrstu áhrif þessara aðgerða, ef einhver eru, ættu að vera að styðja við krónuna, en þegar stofn nýrrar fjárfestingar hefur myndast geta áhrifin á gengi krónunnar verið á hvorn veginn sem er. Í því felst að gengi krónunnar verður næmara fyrir ákvörðunum í peningamálum og væntingum um þær. Verðbólga hefur hjaðnað hægar en áður var vænst, einkum vegna þess að gengi krónunnar hefur verið veikara en spáð var. Eigi að síður hefur áfram dregið úr verðbólgu. Í október var verðbólga 9,7%, en 8,8% ef leiðrétt er fyrir áhrifum hækkunar óbeinna skatta. Vegna þess að gengi krónu hefur verið lægra og samdráttur innlendrar eftirspurnar heldur minni, eru horfur á því að verðbólga hjaðni hægar en síðast var spáð. Enn er þó gert ráð fyrir að verðbólga minnki hratt á næsta ári og að undirliggjandi verðbólga verði við verðbólgumarkmiðið á seinni hluta þess árs. Litlar líkur eru taldar á annarrar umferðar verðbólguáhrifum lægra gengis. Vegna þess að verðbólgan stafar að mestu leyti af veikara gengi, en áhrif launakostnaðar verða lítil og áhrif húsnæðiskostnaður neikvæð, gæti hraðari styrking krónunnar en gert er ráð fyrir í spánni, leitt til þess að verðbólga hjaðni töluvert hraðar en spáð er. Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira
„Haldist gengi krónunnar stöðugt eða styrkist, og verðbólga hjaðnar eins og spáð er, ættu forsendur fyrir frekari slökun peningalegs aðhalds fljótlega að vera til staðar. Peningastefnunefndin mun eigi að síður gæta varúðar við ákvarðanir í peningamálum og mun aðlaga aðhald peningastefnunnar eins og nauðsynlegt er með hliðsjón af því tímabundna markmiði hennar að stuðla að gengisstöðugleika, og til að tryggja að verðbólga verði nálægt markmiði til lengri tíma litið." Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá peningastefnunefnd í framhaldi af vaxtaákvörðun hennar í morgun. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað að lækka vexti á viðskiptareikningum innlánsstofnana um 0,5 prósentur í 9%. Hámarksfjárhæð í vikulegum útboðum innstæðubréfa til 28 daga verður aukin úr 25 ma.kr. í 30 ma.kr., með 9,5% lágmarksvöxtum og 10,25% hámarksvöxtum. Í því felst 0,25 prósentna hækkun hámarksvaxta. Vextir á lánum gegn veði til sjö daga verða lækkaðir úr 12% í 11% og daglánavextir úr 14,5% í 13%. Í yfirlýsingunni segir að framangreindar vaxtabreytingar munu færa vaxtaganginn nær vöxtum sem í reynd hafa ráðið aðhaldi peningastefnunnar, en fyrir þessa vaxtaákvörðun voru þeir á bilinu 9,5% til 10%. Vaxtaákvörðunin felur í sér nær óbreytt aðhald peningastefnunnar, eða lítils háttar slökun, eftir fjárhæð og vöxtum innstæðubréfa sem boðin verða út. Aðgerðir til þess að draga lausafé úr umferð með því að bjóða út innstæðubréf til 28 daga, sem tilkynntar voru eftir síðasta fund peningastefnunefndarinnar, hafa borið árangur. Millibankavextir hafa færst inn í vaxtaganginn. Í því fólst heldur aukið aðhald peningastefnunnar, þótt hinir virku vextir hafi áfram verið lægri en 10%. Gengi krónunnar hefur verið nokkurn veginn stöðugt frá því síðla sumars, en eigi að síður lægra en æskilegt væri. Inngrip Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði hafa verið hófleg og mun minni en sl. sumar. Hætta sem efnahag einkageirans stafar af lágu gengi krónunnar kann einnig að vera einhverju minni en áður var talið í ljósi nýrra upplýsinga um hversu efnahagsreikningar eru berskjaldaðir fyrir gjaldmiðlaáhættu. Endurskipulagning efnahags einkageirans, sem nú stendur yfir, ætti að draga úr þessari áhættu enn frekar. Fyrstu endurskoðun efnahagsáætlunar stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er nú lokið. Hún er mikilvægur þáttur í viðleitni til þess að endurheimta traust og forsenda þess að ráðist var í fyrsta áfanga afnáms gjaldeyrishafta, en hann kom til framkvæmda 31. október. Eins og gert var ráð fyrir í áætlun um afnám hafta er innstreymi gjaldeyris til nýfjárfestingar nú leyft og fjárfestar hafa fulla heimild til þess að skipta söluandvirði nýrrar fjárfestingar í erlendan gjaldeyri. Fyrstu áhrif þessara aðgerða, ef einhver eru, ættu að vera að styðja við krónuna, en þegar stofn nýrrar fjárfestingar hefur myndast geta áhrifin á gengi krónunnar verið á hvorn veginn sem er. Í því felst að gengi krónunnar verður næmara fyrir ákvörðunum í peningamálum og væntingum um þær. Verðbólga hefur hjaðnað hægar en áður var vænst, einkum vegna þess að gengi krónunnar hefur verið veikara en spáð var. Eigi að síður hefur áfram dregið úr verðbólgu. Í október var verðbólga 9,7%, en 8,8% ef leiðrétt er fyrir áhrifum hækkunar óbeinna skatta. Vegna þess að gengi krónu hefur verið lægra og samdráttur innlendrar eftirspurnar heldur minni, eru horfur á því að verðbólga hjaðni hægar en síðast var spáð. Enn er þó gert ráð fyrir að verðbólga minnki hratt á næsta ári og að undirliggjandi verðbólga verði við verðbólgumarkmiðið á seinni hluta þess árs. Litlar líkur eru taldar á annarrar umferðar verðbólguáhrifum lægra gengis. Vegna þess að verðbólgan stafar að mestu leyti af veikara gengi, en áhrif launakostnaðar verða lítil og áhrif húsnæðiskostnaður neikvæð, gæti hraðari styrking krónunnar en gert er ráð fyrir í spánni, leitt til þess að verðbólga hjaðni töluvert hraðar en spáð er.
Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira